Titilslagurinn galopinn í Istanbúl í dag 30. maí 2010 10:05 Lewis Hamilton er annar á ráslínu og liðsmenn McLaren hafa færst nær Red Bull sem leiðir meistaramótið. Mynd: Getty Images Formúlu 1 mótið í Istanbúl fer fram í dag og Martin Whitmarsh hjá McLaren segir að allt sé galopið hvað titilslaginn varðar, eftir að Lewis Hamilton stakk sér á milli Mark Webber og Sebastian Vettel á ráslínunni. Whitmarsh segir að McLaren sé að bæta sig um 0.2 til 0.3 sekúndur á milli móta og því sé liðið að mæta yfirburðunum sem Red Bull hefur haft, en Webber og Vettel eru efstir í stigamótinu og hafa náð besta tíma í öllum tímatökum ársins. Webebr og Vettel eru með 78 stig í stigakeppni ökumanna, en Fernando Alonso er með 73 og Jenson Button 70. Felipe Massa er með 60 og Robert Kubica og Lewis Hamilton 59. Red Bull leiðir stigamót bílasmiða með 156 stig, Ferrari er með 136 og McLaren 129. "Red Bull mun ekki standa í stað. Þetta er gott lið og við verðum bara að gæta þess að framþróa bíla okkar hraðar en þeir. Titilslagurinn er galopinn og við sjáum hvað við getum gert hér (í Istanbúl) og vinnum svo í þróun bílsins í næstu mótum. Það er of snemmt að gefast upp á titilslagnum að mínu mati", sagði Whitmarsh. Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn McLaren eru í öðru og fjórða sæti á ráslínu, en Webber fremstur og Vettel þriðji. "Fyrstu tveir hringirnir verða mjög erfiðir. Við vorum á bensínléttum bíl í tímatökunni og mætum í mótið á bensínþungum bíl og óvíst hvernig dekkin hitna og hvernig bíll lætur. Það verður allt annað að keyra gegnum beygju átta og sá sem ekur af mestri mýkt verður fljótastur", sagði Hamilton, en beygja átta í brautinni er í raun samsett úr fjórum beygjum og ræður miklu um hve góðum tímum ökumenn ná í hverjum hring. Margir lentu í vandræðum í beygjunni á æfingum og í tímatökunni um helgina Mótið í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 11.30, en þátturinn Endamarkið er svo á dagskrá kl. 14.15, eða skömmu eftir að mótshaldinu lýkur. Sjá brautarlýsingu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Formúlu 1 mótið í Istanbúl fer fram í dag og Martin Whitmarsh hjá McLaren segir að allt sé galopið hvað titilslaginn varðar, eftir að Lewis Hamilton stakk sér á milli Mark Webber og Sebastian Vettel á ráslínunni. Whitmarsh segir að McLaren sé að bæta sig um 0.2 til 0.3 sekúndur á milli móta og því sé liðið að mæta yfirburðunum sem Red Bull hefur haft, en Webber og Vettel eru efstir í stigamótinu og hafa náð besta tíma í öllum tímatökum ársins. Webebr og Vettel eru með 78 stig í stigakeppni ökumanna, en Fernando Alonso er með 73 og Jenson Button 70. Felipe Massa er með 60 og Robert Kubica og Lewis Hamilton 59. Red Bull leiðir stigamót bílasmiða með 156 stig, Ferrari er með 136 og McLaren 129. "Red Bull mun ekki standa í stað. Þetta er gott lið og við verðum bara að gæta þess að framþróa bíla okkar hraðar en þeir. Titilslagurinn er galopinn og við sjáum hvað við getum gert hér (í Istanbúl) og vinnum svo í þróun bílsins í næstu mótum. Það er of snemmt að gefast upp á titilslagnum að mínu mati", sagði Whitmarsh. Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn McLaren eru í öðru og fjórða sæti á ráslínu, en Webber fremstur og Vettel þriðji. "Fyrstu tveir hringirnir verða mjög erfiðir. Við vorum á bensínléttum bíl í tímatökunni og mætum í mótið á bensínþungum bíl og óvíst hvernig dekkin hitna og hvernig bíll lætur. Það verður allt annað að keyra gegnum beygju átta og sá sem ekur af mestri mýkt verður fljótastur", sagði Hamilton, en beygja átta í brautinni er í raun samsett úr fjórum beygjum og ræður miklu um hve góðum tímum ökumenn ná í hverjum hring. Margir lentu í vandræðum í beygjunni á æfingum og í tímatökunni um helgina Mótið í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 11.30, en þátturinn Endamarkið er svo á dagskrá kl. 14.15, eða skömmu eftir að mótshaldinu lýkur. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira