Þórunn bjó til nýtt samgöngukerfi 31. maí 2010 10:00 Þórunn Árnadóttir hefur vakið mikla athygli með hönnun sinni undanfarin ár. Fréttablaðið/Stefán Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir hefur hannað nokkuð sérstakan hanska sem nefnist Hitchhike, eða Puttalingurinn. Hanskinn þjónar sem nokkurs konar samskiptatæki milli bílstjóra og ferðalangs og hefur ítalska hönnunartímaritið Abitare meðal annars fjallað um hanskann. Þórunn Árnadóttir útskrifaðist úr hönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2007 og var sama ár valin ein af tíu frambærilegustu unghönnuðum Norðurlanda af hönnunartímaritinu AID. Hún stundar nú meistaranám í vöruhönnun við Royal College of Art í London. Þórunn segist hafa fengið hugmyndina að Puttaling á meðan hún dvaldi í Höfðaborg í Suður Afríku. „Verkefnið varð til út frá rannsókn þar sem við áttum að skoða Suður-Afríska menningu. Ég hafði sérstakan áhuga á að skoða samskiptamáta í landi með ellefu opinber tungumál og sem er samblanda margra þjóða. Ég komst að því að fólkið þar notar alls kyns handamerki til að ná sambandi við strætisvagna- og leigubílstjóra. Fólk notaði táknmálið til að gefa til kynna í hvaða átt það var að fara og bílstjórinn stoppaði ef hann var á sömu leið," útskýrir Þórunn. Hér sést hvernig Puttalingurinn virkar. „Ég ákvað að taka þetta kerfi og uppfæra það þannig að hægt væri að nota það í London. Hér eru almenningsfarartæki alltaf yfirfull af fólki en svo er aðeins ein manneskja í hverjum einkabíl. Með þessu bjó ég í rauninni til nýtt samgöngukerfi byggt á handtáknum þar sem hanskinn er bæði miðinn og stöðvunarskiltið fyrir kerfið. Þetta er svolítið róttæk hugmynd en það var athyglisvert að pæla í hvernig megi laga og bæta samgöngur innan stórborga," segir Þórunn að lokum. Hönnun Þórunnar má skoða á vefsíðunni thorunndesign.com. -sm Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir hefur hannað nokkuð sérstakan hanska sem nefnist Hitchhike, eða Puttalingurinn. Hanskinn þjónar sem nokkurs konar samskiptatæki milli bílstjóra og ferðalangs og hefur ítalska hönnunartímaritið Abitare meðal annars fjallað um hanskann. Þórunn Árnadóttir útskrifaðist úr hönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2007 og var sama ár valin ein af tíu frambærilegustu unghönnuðum Norðurlanda af hönnunartímaritinu AID. Hún stundar nú meistaranám í vöruhönnun við Royal College of Art í London. Þórunn segist hafa fengið hugmyndina að Puttaling á meðan hún dvaldi í Höfðaborg í Suður Afríku. „Verkefnið varð til út frá rannsókn þar sem við áttum að skoða Suður-Afríska menningu. Ég hafði sérstakan áhuga á að skoða samskiptamáta í landi með ellefu opinber tungumál og sem er samblanda margra þjóða. Ég komst að því að fólkið þar notar alls kyns handamerki til að ná sambandi við strætisvagna- og leigubílstjóra. Fólk notaði táknmálið til að gefa til kynna í hvaða átt það var að fara og bílstjórinn stoppaði ef hann var á sömu leið," útskýrir Þórunn. Hér sést hvernig Puttalingurinn virkar. „Ég ákvað að taka þetta kerfi og uppfæra það þannig að hægt væri að nota það í London. Hér eru almenningsfarartæki alltaf yfirfull af fólki en svo er aðeins ein manneskja í hverjum einkabíl. Með þessu bjó ég í rauninni til nýtt samgöngukerfi byggt á handtáknum þar sem hanskinn er bæði miðinn og stöðvunarskiltið fyrir kerfið. Þetta er svolítið róttæk hugmynd en það var athyglisvert að pæla í hvernig megi laga og bæta samgöngur innan stórborga," segir Þórunn að lokum. Hönnun Þórunnar má skoða á vefsíðunni thorunndesign.com. -sm
Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira