Tuttugu rauðhærð börn í Berndsen-myndbandi 14. apríl 2010 11:00 Viðamikil leit fór fram að rauðhærðu fólki til að taka þátt í verkefninu. Berndsen heldur áfram að senda frá sér flott myndbönd. Í því nýjasta verður ekki þverfótað fyrir rauðhærðu fólki. Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen sendi frá sér nýtt myndband á dögunum við lag sitt Young Boy. Myndbandið á sér stað í heimi þar sem allir eru rauðhærðir og flugsyndir og fer Davíð með hlutverk sundhetju sem er dáð og dýrkuð. Á meðal þeirra rauðhærðu leynist þó einn ljóshærður drengur sem að auki er ósyndur og vatnshræddur og því hálf utangátta. Leikstjóri myndbandsins er Helgi Jóhannsson, sá sami og leikstýrði myndbandinu við lagið Supertime. Viðamikil leit fór fram að rauðhærðu fólki til að taka þátt í verkefninu, en tæplega tuttugu rauðhærð börn leika í myndbandinu auk Davíðs sjálfs. Hugmyndin að myndbandinu þróaðist út frá gömlum draumi Berndsen um að ganga á vatni. „Það var mjög absúrd að vera í þessum stóra hópi rauðhærðra og það ríkti mikil samkennd á meðal okkar á tökustað. Ætli þetta verði ekki í eina skiptið sem ég upplifi annað eins á lífsleiðinni. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá fólki og margir hafa komið til mín og lýst yfir stuðningi við rauðhærða, en við höfum oft þurft að sæta aðkasti vegna háralitarins," segir Davíð. Hugmyndina að myndbandinu vann hann í samstarfi við leikstjórann og segir Davíð að hún hafi þróast út frá gömlum draumi um að ganga á vatni líkt og hann gerir í myndbandinu. Hann segir vatnsgönguna hafa verið erfiðari en hann hafði gert sér í hugarlund en segist ánægður með útkomuna. Þrátt fyrir að leika sundhetju í myndbandinu viðurkennir Davíð að hann sé heldur slakur sundmaður sjálfur. „Ég er hræðilegur sundmaður, kann bara bringusund og smá baksund. En það er aukaatriði þegar maður getur gengið á vatni," segir hann og hlær. Aðspurður segist hann hafa mjög gaman af því að gera tónlistarmyndbönd og er þegar farinn að huga að fjórða myndbandinu. „Ég hef ótrúlega gaman af þessu. Þetta er eiginlega jafn gaman og að gera tónlistina sjálfa auk þess sem þetta er góð leið til að vekja athygli fólks á hljómsveitinni," segir hann að lokum.Myndbandið má nálgast á vefsíðunni Youtube.com. sara@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Berndsen heldur áfram að senda frá sér flott myndbönd. Í því nýjasta verður ekki þverfótað fyrir rauðhærðu fólki. Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen sendi frá sér nýtt myndband á dögunum við lag sitt Young Boy. Myndbandið á sér stað í heimi þar sem allir eru rauðhærðir og flugsyndir og fer Davíð með hlutverk sundhetju sem er dáð og dýrkuð. Á meðal þeirra rauðhærðu leynist þó einn ljóshærður drengur sem að auki er ósyndur og vatnshræddur og því hálf utangátta. Leikstjóri myndbandsins er Helgi Jóhannsson, sá sami og leikstýrði myndbandinu við lagið Supertime. Viðamikil leit fór fram að rauðhærðu fólki til að taka þátt í verkefninu, en tæplega tuttugu rauðhærð börn leika í myndbandinu auk Davíðs sjálfs. Hugmyndin að myndbandinu þróaðist út frá gömlum draumi Berndsen um að ganga á vatni. „Það var mjög absúrd að vera í þessum stóra hópi rauðhærðra og það ríkti mikil samkennd á meðal okkar á tökustað. Ætli þetta verði ekki í eina skiptið sem ég upplifi annað eins á lífsleiðinni. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá fólki og margir hafa komið til mín og lýst yfir stuðningi við rauðhærða, en við höfum oft þurft að sæta aðkasti vegna háralitarins," segir Davíð. Hugmyndina að myndbandinu vann hann í samstarfi við leikstjórann og segir Davíð að hún hafi þróast út frá gömlum draumi um að ganga á vatni líkt og hann gerir í myndbandinu. Hann segir vatnsgönguna hafa verið erfiðari en hann hafði gert sér í hugarlund en segist ánægður með útkomuna. Þrátt fyrir að leika sundhetju í myndbandinu viðurkennir Davíð að hann sé heldur slakur sundmaður sjálfur. „Ég er hræðilegur sundmaður, kann bara bringusund og smá baksund. En það er aukaatriði þegar maður getur gengið á vatni," segir hann og hlær. Aðspurður segist hann hafa mjög gaman af því að gera tónlistarmyndbönd og er þegar farinn að huga að fjórða myndbandinu. „Ég hef ótrúlega gaman af þessu. Þetta er eiginlega jafn gaman og að gera tónlistina sjálfa auk þess sem þetta er góð leið til að vekja athygli fólks á hljómsveitinni," segir hann að lokum.Myndbandið má nálgast á vefsíðunni Youtube.com. sara@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira