Lindsay Lohan verður fylgdarkona Lugner í ár 7. febrúar 2010 09:16 Lindsay Lohan verður fylgdarkona hins 77 ára gamla austurríska milljarðamæringsins Richard Lugner á Óperuballið í Vín í ár. Áður hafa konur á borð við Paris Hilton, Pamela Anderson og Sophia Loren fylgt Lugner á þetta ball sem er hápunktur samkvæmislífsins í Vín á hverju ári. Lugner hóf þennan sið sinn fyrir 19 árum, það er að bjóða heimsþekktum konum með sér á fyrrgreint ball. Hinsvegar gengur ekki snuðrulaust fyrir hinn aldna milljarðamæring að fá Lindsay Lohan til Austurríkis. Lugner borgar Lohan 150.000 dollara, eða um 20 milljónir kr. fyrir viðvikið. Á móti þarf Lohan, eins og allar fyrri fylgdarkonur Lugner að eyða deginum á undan við að árita myndir í verslunarmiðstöð sem sá gamli á í Vín. Það er komið babb í bátinn því Lohan hefur beðið Lugner um að breyta dagsetningunni á ballinu fyrir sig. Nokkuð sem aðallinn í Vín tekur ekki í mál. Þá vill Lohan ekki ákveða hvaða kjól hún verður í fyrirfram og stendur í streði við þann gamla um hvernig hún ferðast til Austurríkis. Lohan tekur ekki í mál að fljúga til Vínar með áætlunarflugi. Einkavél skal það vera. Lugner var búinn að útvega 8 sæta einkaþotu undir Lohan en sú þótti henni of lítil þar sem hún gæti ekki lagst til svefns í henni. Á vefsíðunni e24.no er greint frá þessum Lohan-raunum Lugner. „Ég á ekki annað val en að útvega henni aðra einkaþotu enda gengur Lohan með lausa skrúfu," segir Lugner. Mest lesið Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Lindsay Lohan verður fylgdarkona hins 77 ára gamla austurríska milljarðamæringsins Richard Lugner á Óperuballið í Vín í ár. Áður hafa konur á borð við Paris Hilton, Pamela Anderson og Sophia Loren fylgt Lugner á þetta ball sem er hápunktur samkvæmislífsins í Vín á hverju ári. Lugner hóf þennan sið sinn fyrir 19 árum, það er að bjóða heimsþekktum konum með sér á fyrrgreint ball. Hinsvegar gengur ekki snuðrulaust fyrir hinn aldna milljarðamæring að fá Lindsay Lohan til Austurríkis. Lugner borgar Lohan 150.000 dollara, eða um 20 milljónir kr. fyrir viðvikið. Á móti þarf Lohan, eins og allar fyrri fylgdarkonur Lugner að eyða deginum á undan við að árita myndir í verslunarmiðstöð sem sá gamli á í Vín. Það er komið babb í bátinn því Lohan hefur beðið Lugner um að breyta dagsetningunni á ballinu fyrir sig. Nokkuð sem aðallinn í Vín tekur ekki í mál. Þá vill Lohan ekki ákveða hvaða kjól hún verður í fyrirfram og stendur í streði við þann gamla um hvernig hún ferðast til Austurríkis. Lohan tekur ekki í mál að fljúga til Vínar með áætlunarflugi. Einkavél skal það vera. Lugner var búinn að útvega 8 sæta einkaþotu undir Lohan en sú þótti henni of lítil þar sem hún gæti ekki lagst til svefns í henni. Á vefsíðunni e24.no er greint frá þessum Lohan-raunum Lugner. „Ég á ekki annað val en að útvega henni aðra einkaþotu enda gengur Lohan með lausa skrúfu," segir Lugner.
Mest lesið Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira