Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í dag og hefur ekki verið hærra síðustu 17 mánuði. Ástæðan er rakin til þess að fréttir bárust af því að atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefði minnkað auk fleiri merkja um betri tíð í efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Verð á hráolíu fór upp í 86,57 dali á tunnu.
