Franska bílaframleiðslufyrirtækið Peugeot ákvað í gærkvöldi að innkalla tæplega 100 þúsund bifreiðir af gerðinni Peugeot 107s og Citroen C1s.
Fyrirtækið gerir þetta af sömu ástæðum og Toyota innkallaði bifreiðar á föstudag eftir að gallar í eldsneytisgjöf komu í ljós. Talið er að kalla þurfi inn fimm þúsund Toyota-bifreiðar hér á landi en allt að 1,8 milljónir í Evrópu vegna þessa.
Bifreiðarnar sem Peugeot innkallar voru framleiddar í Tékklandi.