Eins og fólk er flest Kjartan Guðmundsson skrifar 5. október 2010 06:00 Myndavélin virðist elska Ragga nákvæmlega eins og hann er, rétt eins og fjöldamargir aðdáendur hans. Kvikmyndir: ***** Með hangandi hendi Leikstjórn og handrit: Árni Sveinsson Vissulega ber að fagna því í hvert sinn sem ástsælasta tónlistarfólki þjóðarinnar eru gerð skil í heimildarmyndum, því að ósekju mætti meira vera um slíkt. Sérstaklega ánægjulegt er þó þegar mönnum tekst svo frábærlega til eins og Árna Sveinssyni, sem í mynd sinni um Ragga Bjarna megnar að bera á borð sannkallaða „fílgúdd"-heimildarmynd sem er allt í senn manneskjuleg, fræðandi og drepfyndin. Í myndinni er fylgst með Ragga Bjarna þar sem hann býr sig undir 75 ára afmælistónleika sína, sem haldnir voru á síðasta ári, með tilheyrandi æfingum, stússi og vangaveltum. Inn á milli er svo ferill söngvarans rakinn með hjálp gamalla myndskeiða, tónlistardæma og viðtala við samferðarmenn á öllum aldri, sem allir eiga það sameiginlegt að varpa ljósi á viðfangsefnið með áhugaverðum vitnisburði og óborganlegum sögum. Um leið felst í myndinni hálfgildings yfirlit yfir sögu íslenskrar dægurtónlistar og er akkur áhorfenda þeim mun meiri fyrir vikið. Eðli málsins samkvæmt leikur hlýlegur persónuleiki og útgeislun söngvarans sjálfs stórt hlutverk í útkomunni. Dregin er upp mynd af Ragga Bjarna sem afar viðfelldnum og alþýðlegum rólyndismanni með fæturna rótfasta á jörðinni, þrátt fyrir sitt áratugalanga starf í þágu hins hverfula skemmtanaiðnaðar. Hvorki eru gerðar tilraunir til að fegra eitt né neitt né sveipa lífshlaupið meiri ævintýraljóma en efni standa til, enda virðist sem myndavélin elski Ragga nákvæmlega eins og hann er, rétt eins og fjöldamargir aðdáendur hans. Ragnar Bjarnason ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni, samstarfsmanni sínum til margra ára, sem jafnframt er meðframleiðandi hinnar frábæru heimildarmyndar Með hangandi hendi. En persónutöfrar viðfangsefnis bera ekki einnar og hálfrar klukkustundarlanga heimildarmynd upp á eigin spýtur. Það sem öðru fremur gerir Með hangandi hendi svo bitastæða er rík tilfinning leikstjóra og annarra aðstandenda fyrir smáatriðum, og skal hlutverk klipparans Önnu Þóru Steinþórsdóttur ekki vanmetið í þessu sambandi. Næmnin sem sýnd er fyrir því hvenær skal farið hratt yfir sögu, gjarnan í þágu kímninnar, og hvenær réttast er að leyfa atriðum að lifa lengur er hreint til fyrirmyndar. Þá ríkir í myndinni gott jafnvægi í nýtingu ólíkra þátta á borð við tónlistaratriði, viðtöl og hversdagslegar svipmyndir af Ragga og félögum. Í raun virkar Með hangandi hendi svo vel sem heild að vandséð er hvernig gera hefði mátt betur og ómögulegt annað en að gefa myndinni hæstu einkunn. Glæsilega að verki staðið. Niðurstaða: Frábær heimildarmynd í alla staði og óskandi að fleiri íslenskum tónlistarmönnum yrði reistur slíkur minnisvarði. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndir: ***** Með hangandi hendi Leikstjórn og handrit: Árni Sveinsson Vissulega ber að fagna því í hvert sinn sem ástsælasta tónlistarfólki þjóðarinnar eru gerð skil í heimildarmyndum, því að ósekju mætti meira vera um slíkt. Sérstaklega ánægjulegt er þó þegar mönnum tekst svo frábærlega til eins og Árna Sveinssyni, sem í mynd sinni um Ragga Bjarna megnar að bera á borð sannkallaða „fílgúdd"-heimildarmynd sem er allt í senn manneskjuleg, fræðandi og drepfyndin. Í myndinni er fylgst með Ragga Bjarna þar sem hann býr sig undir 75 ára afmælistónleika sína, sem haldnir voru á síðasta ári, með tilheyrandi æfingum, stússi og vangaveltum. Inn á milli er svo ferill söngvarans rakinn með hjálp gamalla myndskeiða, tónlistardæma og viðtala við samferðarmenn á öllum aldri, sem allir eiga það sameiginlegt að varpa ljósi á viðfangsefnið með áhugaverðum vitnisburði og óborganlegum sögum. Um leið felst í myndinni hálfgildings yfirlit yfir sögu íslenskrar dægurtónlistar og er akkur áhorfenda þeim mun meiri fyrir vikið. Eðli málsins samkvæmt leikur hlýlegur persónuleiki og útgeislun söngvarans sjálfs stórt hlutverk í útkomunni. Dregin er upp mynd af Ragga Bjarna sem afar viðfelldnum og alþýðlegum rólyndismanni með fæturna rótfasta á jörðinni, þrátt fyrir sitt áratugalanga starf í þágu hins hverfula skemmtanaiðnaðar. Hvorki eru gerðar tilraunir til að fegra eitt né neitt né sveipa lífshlaupið meiri ævintýraljóma en efni standa til, enda virðist sem myndavélin elski Ragga nákvæmlega eins og hann er, rétt eins og fjöldamargir aðdáendur hans. Ragnar Bjarnason ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni, samstarfsmanni sínum til margra ára, sem jafnframt er meðframleiðandi hinnar frábæru heimildarmyndar Með hangandi hendi. En persónutöfrar viðfangsefnis bera ekki einnar og hálfrar klukkustundarlanga heimildarmynd upp á eigin spýtur. Það sem öðru fremur gerir Með hangandi hendi svo bitastæða er rík tilfinning leikstjóra og annarra aðstandenda fyrir smáatriðum, og skal hlutverk klipparans Önnu Þóru Steinþórsdóttur ekki vanmetið í þessu sambandi. Næmnin sem sýnd er fyrir því hvenær skal farið hratt yfir sögu, gjarnan í þágu kímninnar, og hvenær réttast er að leyfa atriðum að lifa lengur er hreint til fyrirmyndar. Þá ríkir í myndinni gott jafnvægi í nýtingu ólíkra þátta á borð við tónlistaratriði, viðtöl og hversdagslegar svipmyndir af Ragga og félögum. Í raun virkar Með hangandi hendi svo vel sem heild að vandséð er hvernig gera hefði mátt betur og ómögulegt annað en að gefa myndinni hæstu einkunn. Glæsilega að verki staðið. Niðurstaða: Frábær heimildarmynd í alla staði og óskandi að fleiri íslenskum tónlistarmönnum yrði reistur slíkur minnisvarði.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira