Yamamoto sjokkeraður að fá sæti Senna 9. júlí 2010 20:12 Sakan Yamamoto ók bíl Hispania á Silverstone í dag. Mynd: Getty Images Engar skýringar hafa verið gefnar á því afhverju Japaninn Sakan Yamamoto ekur Hispania keppnisbílnum í stað Bruno Senna frá Brasilíu. Hann keppir á bílnum í stað Senna á Silverstone um helgina. Senna og Karun Chanduk hafa verið ökumenn Hispania en liðið tilkynnti um Yamamoto, sem ekur þó aðeins í einu móti að sögn talsmanna liðsins. "Ég veit ekki hvað gerist eftir Silverstone, þannig að ég einbeiti mér að þessu móti. En ég er alltaf klár í slaginn, en ég frétti af þessu síðdegis í gær", sagði Yamamoto í frétt á autosport.com. "Ég varð verulega hissa. Undir eðlilegum kringumstæðum er maður ánægður að fá að keyra, en þetta kom of mikið á óvart. Var sjokkerandi. Ég þurfti að aðlagast hratt og safna upplýsingum um hegðun bílsins. Þetta var ekki létt verkefni." Yamamoto sagði hann lítið hafa rætt við Bruno. "Við höfum heilsast, en ég skil hvernig honum líður og vill tala við hann síðar þegar málin hafa róast. Það er erfitt að ræða málin í augnablikinu. Þetta eru sérkennilegar aðstæður, en okkur hefur alltaf samið vel. Ég veit ekki hvað hann hugsar um þetta", sagði Yamamoto. Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Engar skýringar hafa verið gefnar á því afhverju Japaninn Sakan Yamamoto ekur Hispania keppnisbílnum í stað Bruno Senna frá Brasilíu. Hann keppir á bílnum í stað Senna á Silverstone um helgina. Senna og Karun Chanduk hafa verið ökumenn Hispania en liðið tilkynnti um Yamamoto, sem ekur þó aðeins í einu móti að sögn talsmanna liðsins. "Ég veit ekki hvað gerist eftir Silverstone, þannig að ég einbeiti mér að þessu móti. En ég er alltaf klár í slaginn, en ég frétti af þessu síðdegis í gær", sagði Yamamoto í frétt á autosport.com. "Ég varð verulega hissa. Undir eðlilegum kringumstæðum er maður ánægður að fá að keyra, en þetta kom of mikið á óvart. Var sjokkerandi. Ég þurfti að aðlagast hratt og safna upplýsingum um hegðun bílsins. Þetta var ekki létt verkefni." Yamamoto sagði hann lítið hafa rætt við Bruno. "Við höfum heilsast, en ég skil hvernig honum líður og vill tala við hann síðar þegar málin hafa róast. Það er erfitt að ræða málin í augnablikinu. Þetta eru sérkennilegar aðstæður, en okkur hefur alltaf samið vel. Ég veit ekki hvað hann hugsar um þetta", sagði Yamamoto.
Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira