Þetta kom fram í máli Stefan Ingves seðlabankastjóra Svíþjóðar á fundi með fjárlaganefnd sænska þingsins í morgun. Af þessari upphæð munu SEB og Swedbank tapa um 80% eða 96 milljörðum sænskra kr.
Stefan Ingves segir að þessir útreikningar sýni að kreppunni sé ekki lokið hvað sænsku bankana varðar, einkum þá sem eru með mikla lánaáhættu í Eystrasaltslöndunum. „Við sjáum að þessi lönd eru enn í kreppu með mikið og vaxandi atvinnuleysi og mikinn samdrátt í landsframleiðslu, neyslu og fjárfestingum," segir Ingves.
Ennfremur segir Ingves að þessi þróun þýði að æ fleiri geti ekki borgað af lánum sínum. „Það hefur í för með sér að bankarnir, bæði innlendir og erlendir, verða að afskrifa meira og það mun sjást í ársfjórðungsuppgjörum SEB og Swedbank," segir Ingves.
Ingves segir að á móti þessum neikvæðu fréttum komi svo að botninum í kreppunni virðist nú náð í framangreindum löndum eða honum verði náð í náinni framtíð.