Vettel: Frábær úrslit fyrir liðið 27. mars 2010 16:14 Mark Webber og Sebastian Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökuna, en þeir aka báðir hjá Red Bull. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Ástralíu sem fer fram snemma morguns. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst kl. 5.30. "Þetta eru frábær úrslit fyrir liðið. Þetta er heimakeppni Mark Webber, en hann náði fremsta stað á ráslínu í Þýskalandi, þannig að þetta er smá hefnd", sagði Vettel hlæjandi eftir að hafa ekið hraðast allra um brautina fyrir framan landa Webbers. "Fyrsti hringurinn í lokaumferðinni var sá fljótasti. Það gekk allt upp þar til kom að síðustu þremur beygjunum. Ég var á ystu nöf í fjórtándu beygjunni og missti bílinn örlítið þeirri síðustu. En aksturinn var góður fram að því og útkoman segir allt sem segja þarf. Ég hlakka til morgundagsins." Vettel ræsir fremstur, við hlið hans Mark Webber, síðan koma Fernando Alonso og Jenson Button. Alonso vann fyrsta mót ársins. "Það er gott að ræsa fremstur, en keppnin er löng og ströng. Við vitum ekki hvort það verður eitthvað vesen á brautinni og þörf á öryggisbílnum. Ég man að fyrir tveimur árum komnust aðeins sjö bílar í endamark. Það gerist alltaf margt á Albert Park, og því gott að vera fremstur. Ég er líka á hreinni hluta brautarinnar, þannig að ég er sæll." "Ég verð að vera einbeittur í því sem ég er að gera í mótinu. Halda bílnum á brautinni og gæta þess að ofslíta ekki dekkjunum í leiðinni, auk þess að keyra eins hratt og mögulegt er. Það er mikilvægt að aka snyrtilega ef svo má segja og koma bílnum í endamark. Að ræsa fremstur er sami staður og ég vil ljúka mótinu í...", sagði Vettel. Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Ástralíu sem fer fram snemma morguns. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst kl. 5.30. "Þetta eru frábær úrslit fyrir liðið. Þetta er heimakeppni Mark Webber, en hann náði fremsta stað á ráslínu í Þýskalandi, þannig að þetta er smá hefnd", sagði Vettel hlæjandi eftir að hafa ekið hraðast allra um brautina fyrir framan landa Webbers. "Fyrsti hringurinn í lokaumferðinni var sá fljótasti. Það gekk allt upp þar til kom að síðustu þremur beygjunum. Ég var á ystu nöf í fjórtándu beygjunni og missti bílinn örlítið þeirri síðustu. En aksturinn var góður fram að því og útkoman segir allt sem segja þarf. Ég hlakka til morgundagsins." Vettel ræsir fremstur, við hlið hans Mark Webber, síðan koma Fernando Alonso og Jenson Button. Alonso vann fyrsta mót ársins. "Það er gott að ræsa fremstur, en keppnin er löng og ströng. Við vitum ekki hvort það verður eitthvað vesen á brautinni og þörf á öryggisbílnum. Ég man að fyrir tveimur árum komnust aðeins sjö bílar í endamark. Það gerist alltaf margt á Albert Park, og því gott að vera fremstur. Ég er líka á hreinni hluta brautarinnar, þannig að ég er sæll." "Ég verð að vera einbeittur í því sem ég er að gera í mótinu. Halda bílnum á brautinni og gæta þess að ofslíta ekki dekkjunum í leiðinni, auk þess að keyra eins hratt og mögulegt er. Það er mikilvægt að aka snyrtilega ef svo má segja og koma bílnum í endamark. Að ræsa fremstur er sami staður og ég vil ljúka mótinu í...", sagði Vettel.
Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn