Samkvæmt tilkynningu frá félaginu er annarsvegar um eign í Ballerup að ræða. Hún var seld til Dansk Ejendomsfond I fyrir 75 milljónir danskra kr. Hinsvegar var um 49 leiguíbúðir á Örestad svæðinu að ræða en þær voru seldar Lejerbo fyrir 90 milljónir danskra kr.
Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér á síðunni er FIH bankinn orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen. Eftir hlutafjáraukningu fyrr í vetur hjá Sjælsö á FIH bankinn 17% í félaginu en stærsti hluthafinn er SG Nord Holding með 25% hlut.
FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu Kaupþings en Seðlabankinn á allsherjarveð í honum fyrir 500 milljón evra neyðarláni sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi á lokadögum þess banka í hruninu í haust 2008. SG Nord er svo aftur að hluta til, eða 30%, í eigu Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur.
Cube Properties hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. Þrotabú Samson Holding á nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum.