Í frétt um málið á börsen.dk segir að samkvæmt spá 16 sérfræðinga sem birt var á Bloomberg fréttaveitunni bjuggust þeir allir við óbreyttum vöxtum hjá Norges Bank.
Óbreyttir vextir skýrast af því að Norges Bank hefur hækkað stýrivexti sína tvisvar á undanförnum mánuðum. Þar að auki hefur gengi norsku krónunnar styrkst á síðustu vikum sem í sjálfu sér dregur úr vexti í hagkerfinu og heldur verðbólguþrýstingi í skefjum.