Dikta fékk konunglegar móttökur í Berlínarborg 16. september 2010 06:30 sáttir Strákarnir í Diktu í Berlín hjá veggspjaldi þar sem tónleikarnir voru auglýstir. Sveitin fékk frábærar móttökur á tónleikunum. „Þetta gekk hreint ótrúlega vel. Maður vissi ekki alveg í hvorn fótinn maður átti að stíga þegar maður kom út,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Hljómsveitin hitaði upp fyrir bresku sveitina The Kooks í Berlín á dögunum fyrir framan um fimm þúsund manns. „Þetta var haldið í stórum garði með graslögðum brekkum. Þetta var ótrúlega flott og fagmennskan í kringum þessa tónleika var eitthvað sem við höfum aldrei kynnst áður, hvorki hérlendis né erlendis,“ segir Haukur. „Það var farið með okkur eins og kónga. Það var farið með okkur hingað og þangað, þarna voru tíu manns í eldhúsinu og flottur matseðill og síðan voru sviðsmenn úti um allt að hlaupa fyrir mann.“ Hann bætir við að tónleikarnir sjálfir hafi verið magnaðir og viðbrögð áhorfendanna rosaleg. „Lítill hluti af fólkinu hafði heyrt í tónlistinni okkar áður en samt var þvílíkt klappað og sungið. Við höfum sjaldan fengið jafngóð viðbrögð.“ Eftir tónleikana brugðu Diktu-menn sér út í garðinn og hlustuðu á The Kooks spila. Þar kom hópur áhorfenda óvænt hlaupandi á eftir þeim og heimtaði eiginhandaráritanir. Vissu þeir félagar ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þýskur aðdáandi Diktu lét sömuleiðis í ljós ánægju sína með sveitina á Facebook-síðu hennar: „Ég er ánægður með að þið spiluðuð í Berlín í kvöld og kynntuð mig fyrir tónlistinni ykkar. Frábær lög, nýr aðdáandi!“ Að tónleikunum loknum hitti Dikta strákana í The Kooks og fór með þeim út á lífið. „Það var mjög skemmtilegt. Berlín er afskaplega skemmtileg borg,“ segir Haukur og vill ekkert gefa meira upp um næturævintýri þeirra. Fram undan hjá Diktu eru tónleikar í Kaupmannahöfn á föstudaginn sem eru haldnir í kynningarskyni fyrir Airwaves-hátíðina sem hefst í október. „Ég hlakka mjög mikið til. Það eru margir Íslendingar í Danmörku og þeir eru lengi búnir að grátbiðja okkur um að spila. Svo bauðst okkur þetta og við stukkum á tækifærið.“ Meira er að gerast hjá þessari vinsælustu hljómsveit Íslands því nýtt teiknað myndband við lagið Goodbye er í vinnslu. Það er gert af fyrirtækinu Miðstræti og er að sögn Hauks með þeim flottari sem hann hefur séð hér á landi. Myndbandið verður frumsýnt í kringum Airwaves-hátíðina þar sem Dikta mun að sjálfsögðu troða upp. Platan Get it Together verður síðan gefin út í Þýskalandi á snemma á næsta ári og þar geta hinir fjölmörgu nýju aðdáendur sveitarinnar hlustað á Thank You eins oft og þeir vilja, og auðvitað öll hin lögin líka. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
„Þetta gekk hreint ótrúlega vel. Maður vissi ekki alveg í hvorn fótinn maður átti að stíga þegar maður kom út,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Hljómsveitin hitaði upp fyrir bresku sveitina The Kooks í Berlín á dögunum fyrir framan um fimm þúsund manns. „Þetta var haldið í stórum garði með graslögðum brekkum. Þetta var ótrúlega flott og fagmennskan í kringum þessa tónleika var eitthvað sem við höfum aldrei kynnst áður, hvorki hérlendis né erlendis,“ segir Haukur. „Það var farið með okkur eins og kónga. Það var farið með okkur hingað og þangað, þarna voru tíu manns í eldhúsinu og flottur matseðill og síðan voru sviðsmenn úti um allt að hlaupa fyrir mann.“ Hann bætir við að tónleikarnir sjálfir hafi verið magnaðir og viðbrögð áhorfendanna rosaleg. „Lítill hluti af fólkinu hafði heyrt í tónlistinni okkar áður en samt var þvílíkt klappað og sungið. Við höfum sjaldan fengið jafngóð viðbrögð.“ Eftir tónleikana brugðu Diktu-menn sér út í garðinn og hlustuðu á The Kooks spila. Þar kom hópur áhorfenda óvænt hlaupandi á eftir þeim og heimtaði eiginhandaráritanir. Vissu þeir félagar ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þýskur aðdáandi Diktu lét sömuleiðis í ljós ánægju sína með sveitina á Facebook-síðu hennar: „Ég er ánægður með að þið spiluðuð í Berlín í kvöld og kynntuð mig fyrir tónlistinni ykkar. Frábær lög, nýr aðdáandi!“ Að tónleikunum loknum hitti Dikta strákana í The Kooks og fór með þeim út á lífið. „Það var mjög skemmtilegt. Berlín er afskaplega skemmtileg borg,“ segir Haukur og vill ekkert gefa meira upp um næturævintýri þeirra. Fram undan hjá Diktu eru tónleikar í Kaupmannahöfn á föstudaginn sem eru haldnir í kynningarskyni fyrir Airwaves-hátíðina sem hefst í október. „Ég hlakka mjög mikið til. Það eru margir Íslendingar í Danmörku og þeir eru lengi búnir að grátbiðja okkur um að spila. Svo bauðst okkur þetta og við stukkum á tækifærið.“ Meira er að gerast hjá þessari vinsælustu hljómsveit Íslands því nýtt teiknað myndband við lagið Goodbye er í vinnslu. Það er gert af fyrirtækinu Miðstræti og er að sögn Hauks með þeim flottari sem hann hefur séð hér á landi. Myndbandið verður frumsýnt í kringum Airwaves-hátíðina þar sem Dikta mun að sjálfsögðu troða upp. Platan Get it Together verður síðan gefin út í Þýskalandi á snemma á næsta ári og þar geta hinir fjölmörgu nýju aðdáendur sveitarinnar hlustað á Thank You eins oft og þeir vilja, og auðvitað öll hin lögin líka. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira