Chirag Shah greinandi hjá IDFC- SSKI Securities í Mumbai segir í samtali við Bloomberg fréttaveituna að eftirspurn fari nú vaxandi eftir áli á heimsvísu. „Fjárfestingar á vegum ríkisstjórna í gegnum örvunarpakka munu halda verðinu háu," segir Shah.
Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni er þessi verðþróun á áli í samræmi við aðra málma og hrávörur eins og olíu. Fjárfestar leggja í auknum mæli fé sitt í málma og hrávörur vegna ótta um að gengi dollarans muni veikjast og að verðbólga fari vaxandi.