Ekki að herma eftir neinum 30. september 2010 14:00 Syngur Elvis og Villa Vill Friðrik Ómar í Elvis-gírnum fyrr á árinu. Nú er að koma út plata og mynddiskur með efni frá tónleikunum. fréttablaðið/anton Friðrik Ómar heldur þrenna tónleika á Akureyri þar sem hann syngur lög Vilhjálms Vilhjálmssonar. Plata og mynddiskur með Elvis-tónleikum hans í Salnum eru einnig að koma út. Söngvarinn Friðrik Ómar hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Uppselt er á þrenna tónleika sem hann heldur um helgina í menningarhúsinu Hofi á Akureyri með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar. Auk þess kemur plata og mynddiskur með Elvis Presley-tónleikum hans í verslanir á föstudag. „Fyrir mér snúast þessi tvö verkefni um að halda stóra tónleika. Það er svo rosalega erfitt að vera með eitthvað á boðstólum sem fólk þekkir ekki og þetta eru tveir af mínum uppáhaldssöngvurum,“ segir Friðrik Ómar. Hann hefur haldið sextán Elvis-tónleika á undanförnum árum og alls hafa sex til sjö þúsund manns komið að horfa á. „Ég byrjaði á þeim 2005. Síðan er ég búinn að halda þá með reglulegu millibili en mestu törnina tók ég í Salnum,“ segir hann og á þar við hina vel heppnuðu tónleikaröð í byrjun ársins. Spurður hvort fólk vilji ekki frekar kaupa plötur og mynddiska með Elvis-sjálfum heldur en að kaupa hans útgáfu, viðurkennir Friðrik að ekkert komi í staðinn fyrir kónginn sjálfan. „En það er skemmtilegt að upplifa lögin flutt lifandi með flottum hljóðfæraleikurum. Ég er í hvorugu tilfellinu að herma eftir eða neitt þannig og er ekki í neinum búningum,“ segir hann og á þar líka við Villa Villa-verkefnið. „Ég er líka að segja fólki frá ýmsu sem gerðist á þeirra ferli, þannig að þetta er smá sögustund í leiðinni. Ég held líka að eftir svona tónleika fari margir og kaupi plöturnar þeirra.“ Friðrik hefur búið í Svíþjóð að undanförnu og líkar lífið þar mjög vel. „Það er búið að vera mjög fínt. Ég er kominn á fullt að taka upp lög eftir aðra og eftir mig,“ segir hann. „Ég er að kynnast bransanum og það tekur sinn tíma og ég er með báða fæturna á jörðinni. Þessi bransi er mjög fagmannlegur en það er mikil samkeppni líka. Fjórtán til fimmtán prósent af þjóðarframleiðslunni í Svíþjóð er tónlist, þannig að þetta er rosa stórt batterí þarna og mikilvægt, rétt eins og landbúnaðurinn hér heima,“ segir hann og hlær. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Friðrik Ómar heldur þrenna tónleika á Akureyri þar sem hann syngur lög Vilhjálms Vilhjálmssonar. Plata og mynddiskur með Elvis-tónleikum hans í Salnum eru einnig að koma út. Söngvarinn Friðrik Ómar hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Uppselt er á þrenna tónleika sem hann heldur um helgina í menningarhúsinu Hofi á Akureyri með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar. Auk þess kemur plata og mynddiskur með Elvis Presley-tónleikum hans í verslanir á föstudag. „Fyrir mér snúast þessi tvö verkefni um að halda stóra tónleika. Það er svo rosalega erfitt að vera með eitthvað á boðstólum sem fólk þekkir ekki og þetta eru tveir af mínum uppáhaldssöngvurum,“ segir Friðrik Ómar. Hann hefur haldið sextán Elvis-tónleika á undanförnum árum og alls hafa sex til sjö þúsund manns komið að horfa á. „Ég byrjaði á þeim 2005. Síðan er ég búinn að halda þá með reglulegu millibili en mestu törnina tók ég í Salnum,“ segir hann og á þar við hina vel heppnuðu tónleikaröð í byrjun ársins. Spurður hvort fólk vilji ekki frekar kaupa plötur og mynddiska með Elvis-sjálfum heldur en að kaupa hans útgáfu, viðurkennir Friðrik að ekkert komi í staðinn fyrir kónginn sjálfan. „En það er skemmtilegt að upplifa lögin flutt lifandi með flottum hljóðfæraleikurum. Ég er í hvorugu tilfellinu að herma eftir eða neitt þannig og er ekki í neinum búningum,“ segir hann og á þar líka við Villa Villa-verkefnið. „Ég er líka að segja fólki frá ýmsu sem gerðist á þeirra ferli, þannig að þetta er smá sögustund í leiðinni. Ég held líka að eftir svona tónleika fari margir og kaupi plöturnar þeirra.“ Friðrik hefur búið í Svíþjóð að undanförnu og líkar lífið þar mjög vel. „Það er búið að vera mjög fínt. Ég er kominn á fullt að taka upp lög eftir aðra og eftir mig,“ segir hann. „Ég er að kynnast bransanum og það tekur sinn tíma og ég er með báða fæturna á jörðinni. Þessi bransi er mjög fagmannlegur en það er mikil samkeppni líka. Fjórtán til fimmtán prósent af þjóðarframleiðslunni í Svíþjóð er tónlist, þannig að þetta er rosa stórt batterí þarna og mikilvægt, rétt eins og landbúnaðurinn hér heima,“ segir hann og hlær. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira