Tiger Woods spilar aftur eftir meiðsli Hjalti Þór Hreinsson skrifar 27. maí 2010 11:30 Tiger á vellinum, hress. GettyImages Tiger Woods mun snúa aftur til leiks á golfvellinum í næstu viku þegar hann tekur þátt í Memorial mótinu í Ohio. Hann ætlar að spila þrátt fyrir að vera í litlu sem engu formi. Besti kylfingur heims hefur verið í allskonar vandræðum undanfarið, innan sem utan vallar. Hann tók ekki þátt á Players Championship mótinu fræga vegna meiðsla í hálsi. "Þó að ég sé ekki 100% heill, líður mér miklu betur og ég hlakka til að spila í næstu viku," sagði Woods sem vann Memorial mótið í fyrra með einu höggi eftir að hafa slegið 65 högg á lokahringnum. "Læknarnir ráðlögðu mér að taka mér viku í frí og hvíla mig, sem ég gerði. Þeir létu mig gera allskyns æfingar, fá lyf auk þess sem ég fór í nudd sem ég mun halda áfram að gera," sagði Woods sem hefur aðeins spilað í þremur mótum síðan hann tók sér frí frá keppni eftir ruglið á einkalífi sínu. Golf Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods mun snúa aftur til leiks á golfvellinum í næstu viku þegar hann tekur þátt í Memorial mótinu í Ohio. Hann ætlar að spila þrátt fyrir að vera í litlu sem engu formi. Besti kylfingur heims hefur verið í allskonar vandræðum undanfarið, innan sem utan vallar. Hann tók ekki þátt á Players Championship mótinu fræga vegna meiðsla í hálsi. "Þó að ég sé ekki 100% heill, líður mér miklu betur og ég hlakka til að spila í næstu viku," sagði Woods sem vann Memorial mótið í fyrra með einu höggi eftir að hafa slegið 65 högg á lokahringnum. "Læknarnir ráðlögðu mér að taka mér viku í frí og hvíla mig, sem ég gerði. Þeir létu mig gera allskyns æfingar, fá lyf auk þess sem ég fór í nudd sem ég mun halda áfram að gera," sagði Woods sem hefur aðeins spilað í þremur mótum síðan hann tók sér frí frá keppni eftir ruglið á einkalífi sínu.
Golf Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira