Opnar íslenskt kaffihús í Kaupmannahöfn í sumar 19. júní 2010 10:00 Dóra Takefusa Stækkar veldi sitt í Kaupmannhöfn og opnar nú nýtt kaffihús en fyrir á hún barinn Jolene. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir hefur áður hannað staðina Boston og Austur. Fréttablaðið/Hari Athafnakonan Dóra Takefusa opnar nýtt kaffihús í Kaupmannahöfn um miðjan júlí. Framkvæmdir eru í fullum gangi í flottu húsnæði á Norðurbrú og hönnuðurinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir sér um að hanna staðinn. „Aðalástæðan fyrir að ég réðst í þetta verkefni var að ég hef ekki beint fundið kaffihús sem hentar mér og mínum, Kaffihúsið verður heimilislegt, þægilegt, barnvænt og með góðu kaffi," segir Dóra sem er búin að koma sér vel fyrir í kóngsins Kaupmannahöfn. Dóra á nú þegar barinn Jolene sem hefur gengið mjög vel. Kaffihúsið mun bera nafnið LYST eða löngun á íslensku og mun Ísland setja sinn svip á staðinn. Dóra hefur fengið leyfi til að flytja inn kaffibaunir frá Te og Kaffi og verður hún með kaffimatseðil frá þeim. „Danir eru ekki með neitt sérstaklega gott úrval af kaffitegundum. Það er bara latte og cappuccino en ég ætla mér að hafa fjölbreyttan og skemmtilegan kaffimatseðil eins og Te og Kaffi býður upp á. Ég hef fulla trú á að íslenska kaffið slái í gegn hér," segir Dóra. Dóra fékk Hrafnhildi með sér í lið og þræða þær stöllur nú flóamarkaði borgarinnar í leit að húsgögnum og gömlum flottum munum. Hrafnhildur hefur áður hannað staðina Boston og Austur og segir Dóra að þær stefni á að hafa engin ný húsgögn. „Ég vil hafa staðinn með persónuleika og öðruvísi en önnur kaffihús." Meðal annars verða borðin úr gömlum gólffjölum og eldhús staðarins er venjulegt heimiliseldhús en boðið verður upp á léttan matseðil. „Ég ætla að leggja mikið upp úr að hafa staðinn að mestu leyti lífrænan og endurunninn, matseðilinn og innréttingarnar." Á kaffihúsinu verður sérstakt föndurherbergi fyrir börn en hún var komin með leiða á því að fara með fulla tösku af litabókum í hvert sinn sem hún ætlaði að fara á kaffihús með dóttur sína. „Þetta verður enginn leikskóli en börnin geta setið í sérstöku herbergi, drukkið sitt kakó og föndrað á meðan foreldrarnir slappa af og drekka kaffi." Dóru líkar vel við lífið í Kaupmannahöfn og segist ekkert vera á leiðinni heim í bráð. „Ég stefni þó á að koma einhvern tíma heim en ekki í nánustu framtíð." alfrun@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Athafnakonan Dóra Takefusa opnar nýtt kaffihús í Kaupmannahöfn um miðjan júlí. Framkvæmdir eru í fullum gangi í flottu húsnæði á Norðurbrú og hönnuðurinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir sér um að hanna staðinn. „Aðalástæðan fyrir að ég réðst í þetta verkefni var að ég hef ekki beint fundið kaffihús sem hentar mér og mínum, Kaffihúsið verður heimilislegt, þægilegt, barnvænt og með góðu kaffi," segir Dóra sem er búin að koma sér vel fyrir í kóngsins Kaupmannahöfn. Dóra á nú þegar barinn Jolene sem hefur gengið mjög vel. Kaffihúsið mun bera nafnið LYST eða löngun á íslensku og mun Ísland setja sinn svip á staðinn. Dóra hefur fengið leyfi til að flytja inn kaffibaunir frá Te og Kaffi og verður hún með kaffimatseðil frá þeim. „Danir eru ekki með neitt sérstaklega gott úrval af kaffitegundum. Það er bara latte og cappuccino en ég ætla mér að hafa fjölbreyttan og skemmtilegan kaffimatseðil eins og Te og Kaffi býður upp á. Ég hef fulla trú á að íslenska kaffið slái í gegn hér," segir Dóra. Dóra fékk Hrafnhildi með sér í lið og þræða þær stöllur nú flóamarkaði borgarinnar í leit að húsgögnum og gömlum flottum munum. Hrafnhildur hefur áður hannað staðina Boston og Austur og segir Dóra að þær stefni á að hafa engin ný húsgögn. „Ég vil hafa staðinn með persónuleika og öðruvísi en önnur kaffihús." Meðal annars verða borðin úr gömlum gólffjölum og eldhús staðarins er venjulegt heimiliseldhús en boðið verður upp á léttan matseðil. „Ég ætla að leggja mikið upp úr að hafa staðinn að mestu leyti lífrænan og endurunninn, matseðilinn og innréttingarnar." Á kaffihúsinu verður sérstakt föndurherbergi fyrir börn en hún var komin með leiða á því að fara með fulla tösku af litabókum í hvert sinn sem hún ætlaði að fara á kaffihús með dóttur sína. „Þetta verður enginn leikskóli en börnin geta setið í sérstöku herbergi, drukkið sitt kakó og föndrað á meðan foreldrarnir slappa af og drekka kaffi." Dóru líkar vel við lífið í Kaupmannahöfn og segist ekkert vera á leiðinni heim í bráð. „Ég stefni þó á að koma einhvern tíma heim en ekki í nánustu framtíð." alfrun@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira