Century Aluminium fær meðbyr til að endurræsa álver 15. mars 2010 08:22 Frumvarp sem samþykkt var á þingi Vestur Virginíu í Bandaríkjunum gefur stjórn Century Aluminium, móðurfélagi Norðuráls, von um að geta endurræst álver sitt í ríkinu en því var lokað í febrúar í fyrra. Samkvæmt frétt á vefsíðunni Metalsplace var frumvarpið samþykkt samhljóða á þinginu en samkvæmt því er félögum í orkufrekum iðnaði gert kleyft að tengja greiðslur sínar fyrir orku við afurðaverð á heimsmarkaði. Þetta er svipað fyrirkomulag og gildir hér á landi, það er raforkuverð álfyrirtækja er bundið heimsmarkaðsverði á áli. Þegar Century Aluminium lokaði í Vestur Virginíu í fyrra misstu um 600 manns vinnu sína. Þar að auki hafði félagið greitt um 100 milljónir dollara, eða um 12,6 milljarða kr., á ári í orkukaup. Ein höfuðástæðan fyrir því að álverinu var lokað var hár orkukostnaður. Mike Didine talsmaður Century Aluminium segir að fyrrgreint frumvarp sé stórt skref í áttina að því að hægt sér að endurræsa álverið. Hinsvegar þurfi þrennt að gerast í viðbót. Century þurfi að fá langtíma orkusamning með samkeppnishæfu orkuverði, nýjan samning við verkalýðsfélög og væntingar um að verð á áli haldist það hátt að rekstur álversins borgi sig. Eins og kunnugt er af fréttum er Norðurál að reisa nýtt álver í Helguvík og reiknar með að framkvæmdir við það hefjist að fullu að nýju í sumar. Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Frumvarp sem samþykkt var á þingi Vestur Virginíu í Bandaríkjunum gefur stjórn Century Aluminium, móðurfélagi Norðuráls, von um að geta endurræst álver sitt í ríkinu en því var lokað í febrúar í fyrra. Samkvæmt frétt á vefsíðunni Metalsplace var frumvarpið samþykkt samhljóða á þinginu en samkvæmt því er félögum í orkufrekum iðnaði gert kleyft að tengja greiðslur sínar fyrir orku við afurðaverð á heimsmarkaði. Þetta er svipað fyrirkomulag og gildir hér á landi, það er raforkuverð álfyrirtækja er bundið heimsmarkaðsverði á áli. Þegar Century Aluminium lokaði í Vestur Virginíu í fyrra misstu um 600 manns vinnu sína. Þar að auki hafði félagið greitt um 100 milljónir dollara, eða um 12,6 milljarða kr., á ári í orkukaup. Ein höfuðástæðan fyrir því að álverinu var lokað var hár orkukostnaður. Mike Didine talsmaður Century Aluminium segir að fyrrgreint frumvarp sé stórt skref í áttina að því að hægt sér að endurræsa álverið. Hinsvegar þurfi þrennt að gerast í viðbót. Century þurfi að fá langtíma orkusamning með samkeppnishæfu orkuverði, nýjan samning við verkalýðsfélög og væntingar um að verð á áli haldist það hátt að rekstur álversins borgi sig. Eins og kunnugt er af fréttum er Norðurál að reisa nýtt álver í Helguvík og reiknar með að framkvæmdir við það hefjist að fullu að nýju í sumar.
Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent