20 ára Mexíkani ráðinn til Sauber 4. október 2010 15:02 Japaninn Kamui Kobayashi fær mexíkanskan ökumann sér við hlið hjá Sauber á næsta ári. Mynd: Getty Images Sergio Perez frá Mexíkó hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins og ekur með Kamui Kobayashi frá Japan á næsta ári með liðinu. Nick Heidfeld var nýlega ráðinn ökumaður Sauber til loka ársins og tilkynning liðsins um ráðningu Perez hljóta að vera erfiðar fréttir fyrir hann. Heidfeld var áður varökumaður Mercedes og vann síðan í skamman tíma fyrir Pirelli dekkjaframleiðandann. Það er allavega ljóst að Heidfeld verður ekki aðalökumaður liðsins 2011. Perez keppti í GP2 mótaröðinni á þessu ári og varð í öðru sæti. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó, en hann hóf ferlinni í kart kappakstri og vann fimm meistaramót í þeirri grein. Þá keppti hann í Formúlu BMW og síðar í Formúlu 3 í Bretlandi í landsflokki og vann 14 mót. Hann varð svo fjórði í alþjóðlega flokknum í Formúlu 3. "Formúla 1 er draumur allra ungra ökumanna og nú er sá draumur að rætast hjá mér. Ég geri mér líka grein fyrir því að þetta er mikil ábyrgð og stórt verkefni", sagði Perez í tilkynningu frá Sauber. "Ég er stoltur af því að verða fulltrúi lands míns í hæstu gráðu akstursíþrótta. Ég vil þakka Peter Sauber traustið og mun gera allt til að nýta þetta tækifæri sem best", sagði Perez. Peter Sauber, eigandi Sauber liðsins hefur veirð naskur að finna unga ökumenn gegnum tíðina. "Sergio hefur verið í uppsveiflu síðustu ár og hefur sýnt baráttuþrek á síðustu keppnistímabilum. Hann er tilbúinn að stíga skrefið upp í Formúlu 1. Ég hlakka til að vinna með honum og er ekki í vafa að Sergio Perez og Kamui Kobayashi verða sterkt ökumannspar", sagði Sauber. Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sergio Perez frá Mexíkó hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins og ekur með Kamui Kobayashi frá Japan á næsta ári með liðinu. Nick Heidfeld var nýlega ráðinn ökumaður Sauber til loka ársins og tilkynning liðsins um ráðningu Perez hljóta að vera erfiðar fréttir fyrir hann. Heidfeld var áður varökumaður Mercedes og vann síðan í skamman tíma fyrir Pirelli dekkjaframleiðandann. Það er allavega ljóst að Heidfeld verður ekki aðalökumaður liðsins 2011. Perez keppti í GP2 mótaröðinni á þessu ári og varð í öðru sæti. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó, en hann hóf ferlinni í kart kappakstri og vann fimm meistaramót í þeirri grein. Þá keppti hann í Formúlu BMW og síðar í Formúlu 3 í Bretlandi í landsflokki og vann 14 mót. Hann varð svo fjórði í alþjóðlega flokknum í Formúlu 3. "Formúla 1 er draumur allra ungra ökumanna og nú er sá draumur að rætast hjá mér. Ég geri mér líka grein fyrir því að þetta er mikil ábyrgð og stórt verkefni", sagði Perez í tilkynningu frá Sauber. "Ég er stoltur af því að verða fulltrúi lands míns í hæstu gráðu akstursíþrótta. Ég vil þakka Peter Sauber traustið og mun gera allt til að nýta þetta tækifæri sem best", sagði Perez. Peter Sauber, eigandi Sauber liðsins hefur veirð naskur að finna unga ökumenn gegnum tíðina. "Sergio hefur verið í uppsveiflu síðustu ár og hefur sýnt baráttuþrek á síðustu keppnistímabilum. Hann er tilbúinn að stíga skrefið upp í Formúlu 1. Ég hlakka til að vinna með honum og er ekki í vafa að Sergio Perez og Kamui Kobayashi verða sterkt ökumannspar", sagði Sauber.
Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira