20 ára Mexíkani ráðinn til Sauber 4. október 2010 15:02 Japaninn Kamui Kobayashi fær mexíkanskan ökumann sér við hlið hjá Sauber á næsta ári. Mynd: Getty Images Sergio Perez frá Mexíkó hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins og ekur með Kamui Kobayashi frá Japan á næsta ári með liðinu. Nick Heidfeld var nýlega ráðinn ökumaður Sauber til loka ársins og tilkynning liðsins um ráðningu Perez hljóta að vera erfiðar fréttir fyrir hann. Heidfeld var áður varökumaður Mercedes og vann síðan í skamman tíma fyrir Pirelli dekkjaframleiðandann. Það er allavega ljóst að Heidfeld verður ekki aðalökumaður liðsins 2011. Perez keppti í GP2 mótaröðinni á þessu ári og varð í öðru sæti. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó, en hann hóf ferlinni í kart kappakstri og vann fimm meistaramót í þeirri grein. Þá keppti hann í Formúlu BMW og síðar í Formúlu 3 í Bretlandi í landsflokki og vann 14 mót. Hann varð svo fjórði í alþjóðlega flokknum í Formúlu 3. "Formúla 1 er draumur allra ungra ökumanna og nú er sá draumur að rætast hjá mér. Ég geri mér líka grein fyrir því að þetta er mikil ábyrgð og stórt verkefni", sagði Perez í tilkynningu frá Sauber. "Ég er stoltur af því að verða fulltrúi lands míns í hæstu gráðu akstursíþrótta. Ég vil þakka Peter Sauber traustið og mun gera allt til að nýta þetta tækifæri sem best", sagði Perez. Peter Sauber, eigandi Sauber liðsins hefur veirð naskur að finna unga ökumenn gegnum tíðina. "Sergio hefur verið í uppsveiflu síðustu ár og hefur sýnt baráttuþrek á síðustu keppnistímabilum. Hann er tilbúinn að stíga skrefið upp í Formúlu 1. Ég hlakka til að vinna með honum og er ekki í vafa að Sergio Perez og Kamui Kobayashi verða sterkt ökumannspar", sagði Sauber. Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sergio Perez frá Mexíkó hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins og ekur með Kamui Kobayashi frá Japan á næsta ári með liðinu. Nick Heidfeld var nýlega ráðinn ökumaður Sauber til loka ársins og tilkynning liðsins um ráðningu Perez hljóta að vera erfiðar fréttir fyrir hann. Heidfeld var áður varökumaður Mercedes og vann síðan í skamman tíma fyrir Pirelli dekkjaframleiðandann. Það er allavega ljóst að Heidfeld verður ekki aðalökumaður liðsins 2011. Perez keppti í GP2 mótaröðinni á þessu ári og varð í öðru sæti. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó, en hann hóf ferlinni í kart kappakstri og vann fimm meistaramót í þeirri grein. Þá keppti hann í Formúlu BMW og síðar í Formúlu 3 í Bretlandi í landsflokki og vann 14 mót. Hann varð svo fjórði í alþjóðlega flokknum í Formúlu 3. "Formúla 1 er draumur allra ungra ökumanna og nú er sá draumur að rætast hjá mér. Ég geri mér líka grein fyrir því að þetta er mikil ábyrgð og stórt verkefni", sagði Perez í tilkynningu frá Sauber. "Ég er stoltur af því að verða fulltrúi lands míns í hæstu gráðu akstursíþrótta. Ég vil þakka Peter Sauber traustið og mun gera allt til að nýta þetta tækifæri sem best", sagði Perez. Peter Sauber, eigandi Sauber liðsins hefur veirð naskur að finna unga ökumenn gegnum tíðina. "Sergio hefur verið í uppsveiflu síðustu ár og hefur sýnt baráttuþrek á síðustu keppnistímabilum. Hann er tilbúinn að stíga skrefið upp í Formúlu 1. Ég hlakka til að vinna með honum og er ekki í vafa að Sergio Perez og Kamui Kobayashi verða sterkt ökumannspar", sagði Sauber.
Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira