Nýtt myndband CCP slær öllu við Tinni Sveinsson skrifar 6. maí 2010 16:21 Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gaf á dögunum út nýtt myndband fyrir EVE Online. Myndböndin frá fyrirtækinu í Grandagarði hafa verið flott hingað til en þetta slær öllu öðru við. Myndbandið er gert til að kynna nýja viðbót við EVE Online sem nefnist Tyrannis og fer í loftið 18. maí. Viðbótin breytir leiknum heilmikið. Spilarar geta nú farið niður á plánetur í EVE-heiminum og byggt á þeim eða nýtt náttúruauðlindir. Búast má við miklu kapphlaupi hjá þeim þrjú hundruð þúsund manns sem spila leikinn þegar opnað verður fyrir þennan möguleika en í síðustu uppfærslu leikjarins var grafíkin á plánetunum einmitt stórbætt. Þá hefur samskiptakerfi EVE einnig verið bætt þannig að spilarar eigi auðveldara með að spjalla saman utan leiks. Með þessu er CCP smám saman að undirbúa jarðveginn fyrir skotleikinn DUST 514, sem vonast er til að komi út á næstu misserum. Starfsmenn CCP í Shanghai stýra vinnu við leikinn en hann verður gefinn út á leikjatölvunni Xbox 360 og/eða á Playstation 3. Leikurinn tengist EVE Online á snilldarlegan hátt en leikmenn þar berjast á jörðu niðri um yfirráð yfir sömu plánetum og eru í EVE og geta haft samráð við spilara í EVE. EVE-spilarar eru einnig mjög spenntir fyrir viðbótinni Incarna sem er í vinnslu. Þá geta þeir farið fótgangandi inn í geimstöðvar og spjallað við hvorn annan í gegnum leikjapersónurnar. Tyrannis-myndbandið er hægt að sjá hér á eveonline.com. Leikjavísir Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gaf á dögunum út nýtt myndband fyrir EVE Online. Myndböndin frá fyrirtækinu í Grandagarði hafa verið flott hingað til en þetta slær öllu öðru við. Myndbandið er gert til að kynna nýja viðbót við EVE Online sem nefnist Tyrannis og fer í loftið 18. maí. Viðbótin breytir leiknum heilmikið. Spilarar geta nú farið niður á plánetur í EVE-heiminum og byggt á þeim eða nýtt náttúruauðlindir. Búast má við miklu kapphlaupi hjá þeim þrjú hundruð þúsund manns sem spila leikinn þegar opnað verður fyrir þennan möguleika en í síðustu uppfærslu leikjarins var grafíkin á plánetunum einmitt stórbætt. Þá hefur samskiptakerfi EVE einnig verið bætt þannig að spilarar eigi auðveldara með að spjalla saman utan leiks. Með þessu er CCP smám saman að undirbúa jarðveginn fyrir skotleikinn DUST 514, sem vonast er til að komi út á næstu misserum. Starfsmenn CCP í Shanghai stýra vinnu við leikinn en hann verður gefinn út á leikjatölvunni Xbox 360 og/eða á Playstation 3. Leikurinn tengist EVE Online á snilldarlegan hátt en leikmenn þar berjast á jörðu niðri um yfirráð yfir sömu plánetum og eru í EVE og geta haft samráð við spilara í EVE. EVE-spilarar eru einnig mjög spenntir fyrir viðbótinni Incarna sem er í vinnslu. Þá geta þeir farið fótgangandi inn í geimstöðvar og spjallað við hvorn annan í gegnum leikjapersónurnar. Tyrannis-myndbandið er hægt að sjá hér á eveonline.com.
Leikjavísir Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira