Treystir á gott veður í ár Sara McMahon skrifar 14. júní 2010 06:30 Alla Borgþórsdóttir hefur séð um skipulagningu LungA alveg frá upphafi og hefur því verið nefnd mamma LungA. Listahátíðin LungA hefur verið haldin árlega við góðar undirtektir á Seyðisfirði undanfarin ár. Hátíðin verður tíu ára í sumar og að sögn Öllu Borgþórsdóttur, framkvæmdastjóra LungA, verður haldið upp á afmælið með pompi og prakt. „Við munum halda hátíðlega upp á afmælið en ég veit ekki hvort hátíðin verði stærri og betri í ár því hún er alltaf jafn frábær,“ segir Alla. Sérstakir afmælistónleikar verða laugardaginn 17. júlí sem fara fram undir berum himni auk þess sem haldin verður skemmtileg fatahönnunarsýning á fimmtudeginum og PopUp Verzlunin mun mæta á staðinn og selja hönnun beint frá hönnuði til neytenda. „Í grunninn verður hátíðin nokkuð svipuð í sniðum og hún hefur verið. Það hefur reyndar verið draumur okkar lengi að halda útitónleika og við ætlum að taka sénsinn og láta verða af því í ár. Við höfum alltaf íþróttahúsið til að hlaupa upp á ef veðrið verður alveg glatað,“ útskýrir Alla, sem hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar allt frá upphafi og er því gjarnan nefnd Mamma LungA. „Í ár verðum við einnig með norrænt ungmennaskiptiverkefni sem nefnist Norrænt stefnumót og er samstarf milli fjögurra Norðurlanda. Hingað kemur norskur hópur frá Norska blússambandinu, hópur nemenda frá Kaos Piloterne frá Danmörku og hópur frá finnskum sirkússkóla sem allir munu taka þátt í verkefninu.“ Alla segir hátíðina vera hálfgert samfélagsverkefni þar sem allir bæjarbúar taki virkan þátt í henni og segir foreldra og björgunarsveitir meðal annars sjá um gæslu á svæðinu. Hún segir um hundrað ungmenni taka þátt í listasmiðjunni árlega en svo fjölgi gestum í fjögurþúsund yfir helgina. „Við erum orðin nokkuð sjóuð í að taka á móti miklum fjölda fólks í kringum Norrænu og það hjálpar talsvert,“ segir hún að lokum og hlær. LungA Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Sjá meira
Listahátíðin LungA hefur verið haldin árlega við góðar undirtektir á Seyðisfirði undanfarin ár. Hátíðin verður tíu ára í sumar og að sögn Öllu Borgþórsdóttur, framkvæmdastjóra LungA, verður haldið upp á afmælið með pompi og prakt. „Við munum halda hátíðlega upp á afmælið en ég veit ekki hvort hátíðin verði stærri og betri í ár því hún er alltaf jafn frábær,“ segir Alla. Sérstakir afmælistónleikar verða laugardaginn 17. júlí sem fara fram undir berum himni auk þess sem haldin verður skemmtileg fatahönnunarsýning á fimmtudeginum og PopUp Verzlunin mun mæta á staðinn og selja hönnun beint frá hönnuði til neytenda. „Í grunninn verður hátíðin nokkuð svipuð í sniðum og hún hefur verið. Það hefur reyndar verið draumur okkar lengi að halda útitónleika og við ætlum að taka sénsinn og láta verða af því í ár. Við höfum alltaf íþróttahúsið til að hlaupa upp á ef veðrið verður alveg glatað,“ útskýrir Alla, sem hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar allt frá upphafi og er því gjarnan nefnd Mamma LungA. „Í ár verðum við einnig með norrænt ungmennaskiptiverkefni sem nefnist Norrænt stefnumót og er samstarf milli fjögurra Norðurlanda. Hingað kemur norskur hópur frá Norska blússambandinu, hópur nemenda frá Kaos Piloterne frá Danmörku og hópur frá finnskum sirkússkóla sem allir munu taka þátt í verkefninu.“ Alla segir hátíðina vera hálfgert samfélagsverkefni þar sem allir bæjarbúar taki virkan þátt í henni og segir foreldra og björgunarsveitir meðal annars sjá um gæslu á svæðinu. Hún segir um hundrað ungmenni taka þátt í listasmiðjunni árlega en svo fjölgi gestum í fjögurþúsund yfir helgina. „Við erum orðin nokkuð sjóuð í að taka á móti miklum fjölda fólks í kringum Norrænu og það hjálpar talsvert,“ segir hún að lokum og hlær.
LungA Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Sjá meira