Gamalt Superman blað selt á milljón dollara 24. febrúar 2010 08:37 Í fyrsta sinn í sögunni hefur gamalt hasarmyndablað verið selt á eina milljón dollara eða tæplega 129 milljónir kr. Um er að ræða fyrsta tölublaðið um ofurhetjuna Superman undir nafninu Action Comics frá árinu 1938.Í frétt um málið í blaðinu Daily Mail segir að fyrra metverð hafi einnig verið gefið fyrir annað eintak af fyrsta tölublaði af Action Comics eða 317.000 dollarar en það blað var í verra ásigkomulagi en það sem selt var núna. Á sínum tíma, árið 1938, kostuðu blöðin 10 sent.Ekki er vitað um nema 100 eintök í heiminum af Action Comics No. 1 en það sem selt var á milljón dollara er eitt af örfáum sem eru í nær fullkomnu ásigkomulagi.Blaðið var selt í gegnum upboðsvefinn Comic Connect og segir Stephen Fisher, annar eigandi vefsins, að Action Comics No. 1 sé...."hinn heilagi kaleikur hasarmyndablaðanna". Það gerist aðeins einu sinni á tuttugu ára fresti að slíkt blað komi á markaðinn. Kaupandinn vill hinsvegar ekki láta nafns síns getið en hann er þekktur hjá Comic Connect og hefur áður fest kaup á Action Comics No. 1.Það fylgir sögunni að síðar á þessu ári mun fyrsta hasarmyndablaðið með hetjunni Batman verða boðið upp. Það blað er árinu yngra eða frá 1939. Hugsanlega mun það slá verðmet Superman. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögunni hefur gamalt hasarmyndablað verið selt á eina milljón dollara eða tæplega 129 milljónir kr. Um er að ræða fyrsta tölublaðið um ofurhetjuna Superman undir nafninu Action Comics frá árinu 1938.Í frétt um málið í blaðinu Daily Mail segir að fyrra metverð hafi einnig verið gefið fyrir annað eintak af fyrsta tölublaði af Action Comics eða 317.000 dollarar en það blað var í verra ásigkomulagi en það sem selt var núna. Á sínum tíma, árið 1938, kostuðu blöðin 10 sent.Ekki er vitað um nema 100 eintök í heiminum af Action Comics No. 1 en það sem selt var á milljón dollara er eitt af örfáum sem eru í nær fullkomnu ásigkomulagi.Blaðið var selt í gegnum upboðsvefinn Comic Connect og segir Stephen Fisher, annar eigandi vefsins, að Action Comics No. 1 sé...."hinn heilagi kaleikur hasarmyndablaðanna". Það gerist aðeins einu sinni á tuttugu ára fresti að slíkt blað komi á markaðinn. Kaupandinn vill hinsvegar ekki láta nafns síns getið en hann er þekktur hjá Comic Connect og hefur áður fest kaup á Action Comics No. 1.Það fylgir sögunni að síðar á þessu ári mun fyrsta hasarmyndablaðið með hetjunni Batman verða boðið upp. Það blað er árinu yngra eða frá 1939. Hugsanlega mun það slá verðmet Superman.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira