Goldman Sachs ákærður fyrir fjársvik, hlutabréf hrapa 16. apríl 2010 16:24 Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur ákært bankarisann Goldman Sachs fyrir fjársvik í milljarðaklassanum. Fréttin hefur haft þau áhrif að hlutabréf í Goldman Sachs hafa hrapað um 15% í verði á Wall Street.Samkvæmt frétt á börsen.dk gengur ákæra SEC út á að Goldman Sachs hafi meðvitað blekkt viðskiptavini sína í viðskiptum með skuldabréfavafning sem tengdur var svokölluðum undirmálslánum á fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 2007. Viðskiptavinir bankans töpuðu um 5 milljörðum dollara eða yfir 630 milljörðum kr.SEC segir að Goldman Sachs hafi meðvitað leyft einum af stærstu vogunarsjóðum heimsins, Paulson & Co., að hafa áhrif á samsetningu á skuldabréfavafningnum á sama tíma og Paulson veðjaði síðan á að vafningurinn myndi falla í verði.Vafningurinn sem hér um ræðir bar heitið Abacus 2007-AC1 og var boðinn öðrum fjárfestum til sölu án þess að geta um aðkomu þriðja aðila að honum. Þar með vissi enginn að þeir sem stóðu að baki gerningnum myndu hagnast mest á honum í samdrætti á markaðinum.Sölunni á Abacus 2007-AC1 lauk þann 26. apríl og í framhaldinu greiddi Paulson 15 milljónir dollara til Goldman Sachs fyrir að hafa staðið fyrir sölunni. Sex mánuðum síðar höfðu 83% af undirmálslánunum í vafningnum tapað verðgildi sínu. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur ákært bankarisann Goldman Sachs fyrir fjársvik í milljarðaklassanum. Fréttin hefur haft þau áhrif að hlutabréf í Goldman Sachs hafa hrapað um 15% í verði á Wall Street.Samkvæmt frétt á börsen.dk gengur ákæra SEC út á að Goldman Sachs hafi meðvitað blekkt viðskiptavini sína í viðskiptum með skuldabréfavafning sem tengdur var svokölluðum undirmálslánum á fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 2007. Viðskiptavinir bankans töpuðu um 5 milljörðum dollara eða yfir 630 milljörðum kr.SEC segir að Goldman Sachs hafi meðvitað leyft einum af stærstu vogunarsjóðum heimsins, Paulson & Co., að hafa áhrif á samsetningu á skuldabréfavafningnum á sama tíma og Paulson veðjaði síðan á að vafningurinn myndi falla í verði.Vafningurinn sem hér um ræðir bar heitið Abacus 2007-AC1 og var boðinn öðrum fjárfestum til sölu án þess að geta um aðkomu þriðja aðila að honum. Þar með vissi enginn að þeir sem stóðu að baki gerningnum myndu hagnast mest á honum í samdrætti á markaðinum.Sölunni á Abacus 2007-AC1 lauk þann 26. apríl og í framhaldinu greiddi Paulson 15 milljónir dollara til Goldman Sachs fyrir að hafa staðið fyrir sölunni. Sex mánuðum síðar höfðu 83% af undirmálslánunum í vafningnum tapað verðgildi sínu.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira