Tron: Stafrænt stuð Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. desember 2010 06:00 Bíó Tron: Legacy Leikstjóri: Joseph Kosinski Leikarar: Jeff Bridges, Garrett Hedlund, Olivia Wilde, Bruce Boxleitner. Tron: Legacy er framhald hinnar 28 ára gömlu Tron, sem sagði frá tölvuforritaranum Kevin Flynn (Jeff Bridges) sem valsaði um tölvugerðan sýndarheim í leit að sönnun þess að hugviti hans hefði verið stolið. Í framhaldinu fylgjumst við með syni hans, Sam Flynn (Garrett Hedlund), sem varð munaðarlaus eftir að faðirinn hvarf sporlaust. Röð atvika verður til þess að hinn ungi Sam sogast inn í sömu tölvuveröld og sá gamli gerði, og viti menn, þar finnur hann pápa sinn sem hefur setið þar fastur undanfarin tuttugu ár. Söguþráðurinn hljómar eflaust bjánalega í eyrum sumra, og sennilega er hann það. Að sjálfsögðu er hann einungis afsökun fyrir hið magnaða sjónarspil sem sýndarveruleikinn er. Og þó má eflaust rífast um hvort meintur sýndarveruleiki sé mögulega jafn ekta og raunveruleikinn. Í það minnsta virðist Kevin Flynn hafa elst um nokkra áratugi í tölvulandi. Tölvugrafíkin vex og þroskast en hinn dauðlegi forritari hrörnar og úreldist. Það má eflaust lesa heilmikið í Tron: Legacy og þann „boðskap" sem hún reynir að færa okkur. Það er þó hennar stærsti veikleiki, hún tekur sig full hátíðlega á köflum og undir restina fór mér að leiðast. Best var myndin þegar hún leyfði sér að vera hressandi ævintýri án hálfbakaðs daðurs við Biblíuna og heimspeki. „Veisla fyrir augu og eyru" er ofnotaður frasi sem á þó ágætlega við hér. Enda lifir myndin við þann lúxus að þurfa ekki að rembast við að dulbúa tölvubrellurnar sem eitthvað annað en tölvubrellur. Þrívíddin er stórglæsileg og vægi hennar eykst við það að myndin byrjar í tvívídd en hækkar um einn þegar hasarinn byrjar. Í lokin vil ég svo minnast á kvikmyndatónlistina, en um hana sér franska dúóið Daft Punk, og gerir vel. Niðurstaða: Heillandi ævintýri sem missir þó heldur flugið í seinni hálfleik. Lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó Tron: Legacy Leikstjóri: Joseph Kosinski Leikarar: Jeff Bridges, Garrett Hedlund, Olivia Wilde, Bruce Boxleitner. Tron: Legacy er framhald hinnar 28 ára gömlu Tron, sem sagði frá tölvuforritaranum Kevin Flynn (Jeff Bridges) sem valsaði um tölvugerðan sýndarheim í leit að sönnun þess að hugviti hans hefði verið stolið. Í framhaldinu fylgjumst við með syni hans, Sam Flynn (Garrett Hedlund), sem varð munaðarlaus eftir að faðirinn hvarf sporlaust. Röð atvika verður til þess að hinn ungi Sam sogast inn í sömu tölvuveröld og sá gamli gerði, og viti menn, þar finnur hann pápa sinn sem hefur setið þar fastur undanfarin tuttugu ár. Söguþráðurinn hljómar eflaust bjánalega í eyrum sumra, og sennilega er hann það. Að sjálfsögðu er hann einungis afsökun fyrir hið magnaða sjónarspil sem sýndarveruleikinn er. Og þó má eflaust rífast um hvort meintur sýndarveruleiki sé mögulega jafn ekta og raunveruleikinn. Í það minnsta virðist Kevin Flynn hafa elst um nokkra áratugi í tölvulandi. Tölvugrafíkin vex og þroskast en hinn dauðlegi forritari hrörnar og úreldist. Það má eflaust lesa heilmikið í Tron: Legacy og þann „boðskap" sem hún reynir að færa okkur. Það er þó hennar stærsti veikleiki, hún tekur sig full hátíðlega á köflum og undir restina fór mér að leiðast. Best var myndin þegar hún leyfði sér að vera hressandi ævintýri án hálfbakaðs daðurs við Biblíuna og heimspeki. „Veisla fyrir augu og eyru" er ofnotaður frasi sem á þó ágætlega við hér. Enda lifir myndin við þann lúxus að þurfa ekki að rembast við að dulbúa tölvubrellurnar sem eitthvað annað en tölvubrellur. Þrívíddin er stórglæsileg og vægi hennar eykst við það að myndin byrjar í tvívídd en hækkar um einn þegar hasarinn byrjar. Í lokin vil ég svo minnast á kvikmyndatónlistina, en um hana sér franska dúóið Daft Punk, og gerir vel. Niðurstaða: Heillandi ævintýri sem missir þó heldur flugið í seinni hálfleik.
Lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira