Í frétt um málið á börsen.dk segir að þetta þýði að innra virði A og B hlutabréfa Berkshire Hathaway hafi aukist um 19,8%. Til samanburðar rýrnaði innra virðið um 9,6% á árinu 2008 þegar félagið skilaði umtalsverðu tapi í fyrsta sinn í sögu þess.
Frá því að Berkshire Hathaway var stofnað fyrir 44 árum síðan hefur það skilað hluthöfum sínum árlegum hagnaði sem nemur að jafnaði 20,3% á ári. Til samanburðar má nefna að S&P 500 vísitalanm hefur vaxið um 9,% árlega að jafnaði á sama tímabili.