Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, kynnti bók sína Hrunadans og horfið fé - Skýrslan á 160 síðum í Eymundsson á dögunum.
Bókin kom út hjá Veröld 12. maí, fjórum vikum eftir að Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var gefin út.
Bókin hefur að geyma úttekt Styrmis á grundvallaratriðum skýrslunnar. Hann fjallar á gagnrýninn hátt um bankana og einkavæðingu þeirra, hvernig þeir stjórnuðu verði hlutabréfa í sjálfum sér - og hver í öðrum - og verðbréfasjóði á villigötum.
Hann ritar um útrásarvíkinga, Fjármálaeftirlitið, Seðlabankann, ríkisstjórn landsins, fjölmiðla og hjarðhegðun smáþjóðar, svo fátt eitt sé nefnt.


Útgefandinn Pétur Már Ólafsson, Guðmundur Hauksson og Bjarni Þorsteinsson voru í góðu skapi.

