Norðmaður gerir stólpagrín að íslenskum bankamönnum 21. janúar 2010 10:51 Háð og spott skín í gegnum grein norska fjármálasérfræðingsins Pål Ringholm um íslenska bankamenn sem hann hitti á fundum fyrir fimm árum. Raunar gerir Ringholm stólpagrín að Íslendingunum sem þá stjórnuðu stóru bönkunum þremur, Kaupþingi, Landsbankanum og Glitni.Ringholm segir að hann telji nú óhætt að segja frá fundum sem hann og norskir félagar hans áttu í bönkunum þremur árið 2005 þar sem bankar þessir eru allir orðnir gjaldþrota fyrir þó nokkru síðan. Ástæða þess að Ringholm og félagar komu til Íslands var að íslenska útrásin var komin í gang og þeir vildu kynna þeim norska fjármálamarkaðinn. Greinin er á vefsíðunni e24.no.„Fyrsti bankinn sem við mættum í var af veraldarvana taginu. Ég fékk það á tilfinninguna að þeim fannst það svoldið krúttlegt að þessir Norðmenn skyldu ferðast yfir tvö tímabelti til að bjóða fram hugsanlega fjármálaþjónustu sína. Ég get ekki hallmælt þeim fyrir það. Þeir voru örugglega vanari bankamönnum frá London með verulega litríkari gögn en við höfðum upp á að bjóða," segir Ringholm.Hann lýkur svo umfjölluninni um þennan fyrsta fund á því að segja að þeir hafi reynt að greina frá norska skuldabréfamarkaðinum. Það hafi íslensku bankamönnunum fundist sætt. En hvað hafði land með aðeins rúmlega fjórar milljónir íbúa að bjóða þeim?Næsta dag segir Ringholm að þeir hafi farið á fund í banka númer tvö. Þar var sleginn huggulegur tónn með gáfuðu fólki en án mikillar reynslu. „Við spurðum afhverju bankarnir voru ekki með fleiri reynslubolta í mikilvægum stöðum hjá sér? Svarið kom um leið. Var það ekki af hinu góða að ungt fólk fengi starf í fjármálageiranum? Jú það var huggulegt svöruðum við. En bara ekki skynsamlegt. Þessu síðasta héldum við þó fyrir okkur."Ringholm segir að fundurinn í þriðja bankanum hafi aðeins reynt á þolrifin í félögum hans. „Við vildum ræða um vaxtamarkaðinn en fengum engan frið til þess. Það hafði gengið orðrómur í bankanum um að Norðmenn væru komnir í heimsókn. Þar af leiðandi var fundurinn ítrekað truflaður af ungum bankastjórum. Þeir höfðu allir það sama að segja. Var ekki eitthvað strax til sölu í Noregi? Þið skulið bara hringja. Við erum klárir í kaupin."Ringholm lýkur þessari fundaumfjöllun með því að segja að ekkert hafi orðið af vaxtaviðskiptum. Bæði þeir félagar og markaðurinn í Noregi hafði ekki áhuga á áhættunni sem var til staðar í íslenska bankageiranum. Sem betur fer. Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Háð og spott skín í gegnum grein norska fjármálasérfræðingsins Pål Ringholm um íslenska bankamenn sem hann hitti á fundum fyrir fimm árum. Raunar gerir Ringholm stólpagrín að Íslendingunum sem þá stjórnuðu stóru bönkunum þremur, Kaupþingi, Landsbankanum og Glitni.Ringholm segir að hann telji nú óhætt að segja frá fundum sem hann og norskir félagar hans áttu í bönkunum þremur árið 2005 þar sem bankar þessir eru allir orðnir gjaldþrota fyrir þó nokkru síðan. Ástæða þess að Ringholm og félagar komu til Íslands var að íslenska útrásin var komin í gang og þeir vildu kynna þeim norska fjármálamarkaðinn. Greinin er á vefsíðunni e24.no.„Fyrsti bankinn sem við mættum í var af veraldarvana taginu. Ég fékk það á tilfinninguna að þeim fannst það svoldið krúttlegt að þessir Norðmenn skyldu ferðast yfir tvö tímabelti til að bjóða fram hugsanlega fjármálaþjónustu sína. Ég get ekki hallmælt þeim fyrir það. Þeir voru örugglega vanari bankamönnum frá London með verulega litríkari gögn en við höfðum upp á að bjóða," segir Ringholm.Hann lýkur svo umfjölluninni um þennan fyrsta fund á því að segja að þeir hafi reynt að greina frá norska skuldabréfamarkaðinum. Það hafi íslensku bankamönnunum fundist sætt. En hvað hafði land með aðeins rúmlega fjórar milljónir íbúa að bjóða þeim?Næsta dag segir Ringholm að þeir hafi farið á fund í banka númer tvö. Þar var sleginn huggulegur tónn með gáfuðu fólki en án mikillar reynslu. „Við spurðum afhverju bankarnir voru ekki með fleiri reynslubolta í mikilvægum stöðum hjá sér? Svarið kom um leið. Var það ekki af hinu góða að ungt fólk fengi starf í fjármálageiranum? Jú það var huggulegt svöruðum við. En bara ekki skynsamlegt. Þessu síðasta héldum við þó fyrir okkur."Ringholm segir að fundurinn í þriðja bankanum hafi aðeins reynt á þolrifin í félögum hans. „Við vildum ræða um vaxtamarkaðinn en fengum engan frið til þess. Það hafði gengið orðrómur í bankanum um að Norðmenn væru komnir í heimsókn. Þar af leiðandi var fundurinn ítrekað truflaður af ungum bankastjórum. Þeir höfðu allir það sama að segja. Var ekki eitthvað strax til sölu í Noregi? Þið skulið bara hringja. Við erum klárir í kaupin."Ringholm lýkur þessari fundaumfjöllun með því að segja að ekkert hafi orðið af vaxtaviðskiptum. Bæði þeir félagar og markaðurinn í Noregi hafði ekki áhuga á áhættunni sem var til staðar í íslenska bankageiranum. Sem betur fer.
Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira