Acta óttast gjaldþrot, 300 Svíar ætla í mál við félagið 23. febrúar 2010 09:41 Fari svo að fjárfestingarfélagið Acta Kapitalförvalting tapi hóplögsókn 300 Svía á hendur sér blasir ekkert annað við en gjaldþrot hjá félaginu. Lögsóknin á rætur í kaupum Svíana á skuldabréfum í Lehman Brothers árið 2008, kaupum sem Kaupþing í Svíþjóð lánaði fyrir.Í frétt um málið á vefsíðunni e24.se segir að heildarkröfur á hendur Acta ef félagið tapar hóplögsókninni myndu nema einum milljarði sænskra kr. eða tæpum 18 milljörðum kr. „Þennan milljarð eigum við ekki til," segir Geir Inge Solberg forstjóri Acta í samtali við e24.se.Eins og áður hefur komið fram hér á visir.is hafa um 3.200 Svíar fengið tilboð frá Kaupþingi um 40% afskriftir af lánum sínum í bankanum þar í landi.Kaupþing í Svíþjóð lánaði sparifjáreigendum þar í landi fyrir kaupum á skuldabréfum í Lehman Brothers. Voru lánin með veði í bréfunum. Heildarupphæðin á þessum lánum nemur um milljarði sænskra kr. eða tæplega 18 milljörðum kr. Umræddir Svíar fengu að jafnaði 350.000 sænskar kr. hver að láni frá Kaupþingi til þessara skuldabréfakaupa.Kaupin á skuldabréfunum fóru fram í gegnum fjármálafyrirtækið Acta Kapitalförvalting. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.se segir að fyrrgreindir 3.200 viðskiptavinir Acta fengu í síðasta mánuði rukkunarbréf frá norska innheimtufélaginu Lindorff um að borga lán sín.Lindorff hafði tekið að sér að rukka inn þessi lán Kaupþings en deilt hefur verið um hver skuli greiða þau. Í dag fengu svo þessir viðskiptavinir Acta tilboð frá Kaupþingi um að þeir sleppa við að borga 40% af þessum lánum.Þetta nýja tilboð Kaupþing fól í sér að bankinn kaupir aftur umrædd skuldabréf, sem voru grunnurinn fyrir fjárfestingum Svíana hjá Acta. Svíarnir fá 40% af nafnvirði skuldabréfanna, það er tapa 60%.Á e24.se segir að þessu tilboði Kaupþings fylgi einn böggull skammrifi. Svíarnir verða að gefa frá sér allan rétt á lögsókn gegn Kaupþingi og Acta vegna þessara viðskipta.Nú hafa a.m.k. 300 Svíar hafnað tilboði Kaupþings og ætla saman í hóplögsókn gegn Acta til að reyna að fá fé sitt endurheimt. Fari svo að Svíarnir vinni málið munu tæplega 3.000 landar þeirra væntanlega fylgja í kjölfarið með sömu kröfurnar. Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fari svo að fjárfestingarfélagið Acta Kapitalförvalting tapi hóplögsókn 300 Svía á hendur sér blasir ekkert annað við en gjaldþrot hjá félaginu. Lögsóknin á rætur í kaupum Svíana á skuldabréfum í Lehman Brothers árið 2008, kaupum sem Kaupþing í Svíþjóð lánaði fyrir.Í frétt um málið á vefsíðunni e24.se segir að heildarkröfur á hendur Acta ef félagið tapar hóplögsókninni myndu nema einum milljarði sænskra kr. eða tæpum 18 milljörðum kr. „Þennan milljarð eigum við ekki til," segir Geir Inge Solberg forstjóri Acta í samtali við e24.se.Eins og áður hefur komið fram hér á visir.is hafa um 3.200 Svíar fengið tilboð frá Kaupþingi um 40% afskriftir af lánum sínum í bankanum þar í landi.Kaupþing í Svíþjóð lánaði sparifjáreigendum þar í landi fyrir kaupum á skuldabréfum í Lehman Brothers. Voru lánin með veði í bréfunum. Heildarupphæðin á þessum lánum nemur um milljarði sænskra kr. eða tæplega 18 milljörðum kr. Umræddir Svíar fengu að jafnaði 350.000 sænskar kr. hver að láni frá Kaupþingi til þessara skuldabréfakaupa.Kaupin á skuldabréfunum fóru fram í gegnum fjármálafyrirtækið Acta Kapitalförvalting. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.se segir að fyrrgreindir 3.200 viðskiptavinir Acta fengu í síðasta mánuði rukkunarbréf frá norska innheimtufélaginu Lindorff um að borga lán sín.Lindorff hafði tekið að sér að rukka inn þessi lán Kaupþings en deilt hefur verið um hver skuli greiða þau. Í dag fengu svo þessir viðskiptavinir Acta tilboð frá Kaupþingi um að þeir sleppa við að borga 40% af þessum lánum.Þetta nýja tilboð Kaupþing fól í sér að bankinn kaupir aftur umrædd skuldabréf, sem voru grunnurinn fyrir fjárfestingum Svíana hjá Acta. Svíarnir fá 40% af nafnvirði skuldabréfanna, það er tapa 60%.Á e24.se segir að þessu tilboði Kaupþings fylgi einn böggull skammrifi. Svíarnir verða að gefa frá sér allan rétt á lögsókn gegn Kaupþingi og Acta vegna þessara viðskipta.Nú hafa a.m.k. 300 Svíar hafnað tilboði Kaupþings og ætla saman í hóplögsókn gegn Acta til að reyna að fá fé sitt endurheimt. Fari svo að Svíarnir vinni málið munu tæplega 3.000 landar þeirra væntanlega fylgja í kjölfarið með sömu kröfurnar.
Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira