Gerpla: tvær stjörnur 18. febrúar 2010 00:01 Hér var brugðið upp myndum sem fengnar voru úr sögunni og margar hverjar mjög skemmtilegar og lausnir bæði fallegar, og smellnar og brellurnar stóðu fyrir sínu og mikið í þær lagt. Leikhús ** Gerpla eftir Halldór Laxness Leikmynd: Grétar Reynisson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Tónlistarstjórn og hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson Leikgerð: Baltasar Kormákur og Ólafur Egill Egilsson í samvinnu við leikhópinn Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Björn Thors, Jóhannes Haukur Jóhannsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Sindri Birgisson, Stefán Hallur Stefánsson Leikstjóri: Baltasar Kormákur Almennt voru frumsýningargestir fullir eftirvæntingar og ekki laust við að tilhlökkun liðaðist um loftið innan um prúðbúna fólkið á föstudagskvöldið í Þjóðleikhúsinu. Leikhópur undir leiðsögn Baltasars Kormáks ræðst í að setja saman sýningu úr Gerplu Halldórs Laxness. Með Gerplu, sem út kom 1952, markaði Halldór Laxness nokkur tímamót, með því að gera grín að hefðbundinni afstöðu manna til Íslendingasagnanna og þeirri upphafningu sem var á ímynd víkinga og hetjudáða þeirra. Hann grínaðist með karlmennskuna og vopnaskakið og notaði til þess þá Þormóð Kolbrúnarskáld og Þorgeir Hávarsson, höfuðpersónurnar úr Fóstbræðrasögu. Spurningunni um það hvort verkið fjallar um skáldið sjálft og samspil þess við land, þjóð og alheimspólitíkina er hér ekki svarað og að manni virðist ekki undirliggjandi í túlkuninni. Aðferð spunavinnunnar er hér notuð við undirbúning leiksýningarinnar. Hópurinn vinnur með handritshöfundum allan tímann. Því vinnuferli lýsir leikstjórinn Baltasar Kormákur í leikskránni. Hér var brugðið upp myndum sem fengnar voru úr sögunni og margar hverjar mjög skemmtilegar og lausnir bæði fallegar, og smellnar og brellurnar stóðu fyrir sínu og mikið í þær lagt. Þormóður er leikinn af Birni Thors sem slær á kunnuglega strengi í túlkun sinni, hálf renglulegur, daðrandi við áhorfendur með fyndnum töktum. Örlögum hans og ferðum er fylgt eftir í leikgerðinni. Hvers vegna að vera að brölta þetta við að þeytast um hálfan heiminn til þess að hljóta náð fyrir augum konungs og svo er hann bara fullur drullusokkur og viðurkenningin skiptir í raun engu máli í leitinni að lífshamingjunni? Leikurinn hófst vel. Hópur glímukappa innan um flöktandi fána syngur Ísland ögrum skorið, eftivæntingin var enn í salnum en síðan þegar mannskapurinn er kominn með sáturnar, hvort heldur er í tjaldbúðum, bæjum eða upp við kletta, fjarlægðumst við þessa sterku byrjun. Fyrir svo utan að sögumaður, hlýlegur og sannfærandi, hverfur jafnhratt og hann er til leiksins kynntur. Gleymdist hann eða hvað? Leikararnir voru alls ekki nógu vel mælandi á tungumálið, kiljönsku, sem sumir þeirra virtust ekki skilja sjálfir. Þeir bögglast með texta sem verður óþjáll í munni þeirra og margar raddir náðu ekki nema út í hálfan sal, ef þá það. Sú staðreynd að stór hluti leikhúsgesta heyrði ekki hvað sagt var, er augljóslega ókostur. Einstök atriði eru þó eftirminnileg. Í hvert sinn sem Brynhildur Guðjónsdóttir birtist, hvort heldur var í líki hrafnsins, gelgjulegs pilts, gamalmennis eða hryssu, lyftist leikurinn í listaverk. Þvílíkur leikur. Enginn ótti við ljótleikann og eins og hún sé tilbúin til að leggja líf sitt og limi að veði fyrir augnablikið. Ólafur Darri hefur sterka sviðsnærveru og röddin neðan úr þind náði eyrum bæði í hlutverki Ólafs konungs Haraldssonar og Vermundar goða Þorgímssonar, og þar með athygli. Eintal hans í líki konungs um innihaldsleysið var hápunktur sýningarinnar. Ólafía Hrönn er sterk í hlutverki Kolbrúnar og er í vissum uppstillingum mögnuð í myndinni. Þórdís, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur, var ekki afgerandi karakter og því miður heyrðist lítið í þræl hennar og barnsföður, sem Sindri Birgisson leikur. Jóhannes Haukur Jóhannesson, sem leikur Þorgeir, og missir bæði höfuð og hendur, lætur gelgjuna ráða för í túlkun sinni og gerir það vel, og það heyrðist í honum, en hefði verið enn betri hefði bara nútíma íslenska verið notuð sem leikhúsmál. Lilja Nótt er ung og glæsileg leikkona sem hér er látin leika langt upp fyrir sig í aldri, Kötlu húsfreyju, og gerði það hnökralaust en það sætir þó furðu að eldri og reyndari leikkona var ekki fengin í hlutverkið. Þeir Stefán Hallur Stefánsson, Atli Rafn Sigurðarson og Ólafur Egill vinda sér í ýmis gervi fyrir utan að mynda söngsveitir eða hljómbotna sem virkaði vel fyrir heildarmyndina. Þó svo að áhorfendur skynjuðu það mæta vel að sýningin var einhvern veginn ekki tilbúin var samspil hópsins gott og skemmtilegt. Leikmynd Grétars Reynissonar var góð, einkum hið glampandi gólf, sem ís – sem vatn – sem köld eða hlý jörð. Lýsing Lárusar Björnssonar björt og þjónaði verkinu. Ísinn og vatnið, kletturinn og víddin, var óhemju vel unnið. Fellini og nálægð hans í ísdansi fyrri hlutans var sniðug og falleg mynd hvað sem fólki finnst svo um hvort hún ætti að vera þarna eður ei. Búningar Helgu Stefánsdóttur voru spaugilegir og féllu vel að heildarmyndinni, sérstaklega mikill sjalakjóll Kolbrúnar. Öll þessi ytri skreytiatriði, eins og hinir kauðslegu glímukappabúningar og myndskreytingin af krossfestingu frelsarans, voru flott á að líta en það var einhvern veginn allt. Samsafn af myndum. Var þetta máske skírskotun í gömlu skrautsýningarnar, en í leikskrá nefnir leikstjórinn að hópurinn hefði nálgast verkið gegnum sýn áhugaleikhúsmanna á fornköppum? Gísli Galdur Þorgeirsson er skrifaður fyrir hljóðmyndinni og var hún glettilega samsett. Fyrri hluti sýningarinnar var þróttmeiri og síðan eins og fálmað meira í þeim seinni. Eftir að Þormóður er kominn á fund konungs og gerir sér grein fyrir að eltingaleikurinn eftir frægðinni var innihaldslaus er ekkert annað í stöðunni en að snúa heim. Niðurstaðan er kannski sú, að þrátt fyrir ferðabröltið um allar jarðir eru átthagarnir ekki fjötrar heldur faðmur. Söngurinn „Ég er kominn heim“ liðaðist um sýninguna og fékk lokaorðið. Þar sem sú leið var valin að algerlega fylgja texta Laxness sætir það furðu að ekki skyldi vera lögð áhersla á málskilning, áherslur og framsögn. Engu síður gott frumkvæði hjá Þjóðleikhúsinu að láta vinna leikverk úr einu af öndvegisritum íslenskra bókmennta. Elísabet Brekkan Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús ** Gerpla eftir Halldór Laxness Leikmynd: Grétar Reynisson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Tónlistarstjórn og hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson Leikgerð: Baltasar Kormákur og Ólafur Egill Egilsson í samvinnu við leikhópinn Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Björn Thors, Jóhannes Haukur Jóhannsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Sindri Birgisson, Stefán Hallur Stefánsson Leikstjóri: Baltasar Kormákur Almennt voru frumsýningargestir fullir eftirvæntingar og ekki laust við að tilhlökkun liðaðist um loftið innan um prúðbúna fólkið á föstudagskvöldið í Þjóðleikhúsinu. Leikhópur undir leiðsögn Baltasars Kormáks ræðst í að setja saman sýningu úr Gerplu Halldórs Laxness. Með Gerplu, sem út kom 1952, markaði Halldór Laxness nokkur tímamót, með því að gera grín að hefðbundinni afstöðu manna til Íslendingasagnanna og þeirri upphafningu sem var á ímynd víkinga og hetjudáða þeirra. Hann grínaðist með karlmennskuna og vopnaskakið og notaði til þess þá Þormóð Kolbrúnarskáld og Þorgeir Hávarsson, höfuðpersónurnar úr Fóstbræðrasögu. Spurningunni um það hvort verkið fjallar um skáldið sjálft og samspil þess við land, þjóð og alheimspólitíkina er hér ekki svarað og að manni virðist ekki undirliggjandi í túlkuninni. Aðferð spunavinnunnar er hér notuð við undirbúning leiksýningarinnar. Hópurinn vinnur með handritshöfundum allan tímann. Því vinnuferli lýsir leikstjórinn Baltasar Kormákur í leikskránni. Hér var brugðið upp myndum sem fengnar voru úr sögunni og margar hverjar mjög skemmtilegar og lausnir bæði fallegar, og smellnar og brellurnar stóðu fyrir sínu og mikið í þær lagt. Þormóður er leikinn af Birni Thors sem slær á kunnuglega strengi í túlkun sinni, hálf renglulegur, daðrandi við áhorfendur með fyndnum töktum. Örlögum hans og ferðum er fylgt eftir í leikgerðinni. Hvers vegna að vera að brölta þetta við að þeytast um hálfan heiminn til þess að hljóta náð fyrir augum konungs og svo er hann bara fullur drullusokkur og viðurkenningin skiptir í raun engu máli í leitinni að lífshamingjunni? Leikurinn hófst vel. Hópur glímukappa innan um flöktandi fána syngur Ísland ögrum skorið, eftivæntingin var enn í salnum en síðan þegar mannskapurinn er kominn með sáturnar, hvort heldur er í tjaldbúðum, bæjum eða upp við kletta, fjarlægðumst við þessa sterku byrjun. Fyrir svo utan að sögumaður, hlýlegur og sannfærandi, hverfur jafnhratt og hann er til leiksins kynntur. Gleymdist hann eða hvað? Leikararnir voru alls ekki nógu vel mælandi á tungumálið, kiljönsku, sem sumir þeirra virtust ekki skilja sjálfir. Þeir bögglast með texta sem verður óþjáll í munni þeirra og margar raddir náðu ekki nema út í hálfan sal, ef þá það. Sú staðreynd að stór hluti leikhúsgesta heyrði ekki hvað sagt var, er augljóslega ókostur. Einstök atriði eru þó eftirminnileg. Í hvert sinn sem Brynhildur Guðjónsdóttir birtist, hvort heldur var í líki hrafnsins, gelgjulegs pilts, gamalmennis eða hryssu, lyftist leikurinn í listaverk. Þvílíkur leikur. Enginn ótti við ljótleikann og eins og hún sé tilbúin til að leggja líf sitt og limi að veði fyrir augnablikið. Ólafur Darri hefur sterka sviðsnærveru og röddin neðan úr þind náði eyrum bæði í hlutverki Ólafs konungs Haraldssonar og Vermundar goða Þorgímssonar, og þar með athygli. Eintal hans í líki konungs um innihaldsleysið var hápunktur sýningarinnar. Ólafía Hrönn er sterk í hlutverki Kolbrúnar og er í vissum uppstillingum mögnuð í myndinni. Þórdís, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur, var ekki afgerandi karakter og því miður heyrðist lítið í þræl hennar og barnsföður, sem Sindri Birgisson leikur. Jóhannes Haukur Jóhannesson, sem leikur Þorgeir, og missir bæði höfuð og hendur, lætur gelgjuna ráða för í túlkun sinni og gerir það vel, og það heyrðist í honum, en hefði verið enn betri hefði bara nútíma íslenska verið notuð sem leikhúsmál. Lilja Nótt er ung og glæsileg leikkona sem hér er látin leika langt upp fyrir sig í aldri, Kötlu húsfreyju, og gerði það hnökralaust en það sætir þó furðu að eldri og reyndari leikkona var ekki fengin í hlutverkið. Þeir Stefán Hallur Stefánsson, Atli Rafn Sigurðarson og Ólafur Egill vinda sér í ýmis gervi fyrir utan að mynda söngsveitir eða hljómbotna sem virkaði vel fyrir heildarmyndina. Þó svo að áhorfendur skynjuðu það mæta vel að sýningin var einhvern veginn ekki tilbúin var samspil hópsins gott og skemmtilegt. Leikmynd Grétars Reynissonar var góð, einkum hið glampandi gólf, sem ís – sem vatn – sem köld eða hlý jörð. Lýsing Lárusar Björnssonar björt og þjónaði verkinu. Ísinn og vatnið, kletturinn og víddin, var óhemju vel unnið. Fellini og nálægð hans í ísdansi fyrri hlutans var sniðug og falleg mynd hvað sem fólki finnst svo um hvort hún ætti að vera þarna eður ei. Búningar Helgu Stefánsdóttur voru spaugilegir og féllu vel að heildarmyndinni, sérstaklega mikill sjalakjóll Kolbrúnar. Öll þessi ytri skreytiatriði, eins og hinir kauðslegu glímukappabúningar og myndskreytingin af krossfestingu frelsarans, voru flott á að líta en það var einhvern veginn allt. Samsafn af myndum. Var þetta máske skírskotun í gömlu skrautsýningarnar, en í leikskrá nefnir leikstjórinn að hópurinn hefði nálgast verkið gegnum sýn áhugaleikhúsmanna á fornköppum? Gísli Galdur Þorgeirsson er skrifaður fyrir hljóðmyndinni og var hún glettilega samsett. Fyrri hluti sýningarinnar var þróttmeiri og síðan eins og fálmað meira í þeim seinni. Eftir að Þormóður er kominn á fund konungs og gerir sér grein fyrir að eltingaleikurinn eftir frægðinni var innihaldslaus er ekkert annað í stöðunni en að snúa heim. Niðurstaðan er kannski sú, að þrátt fyrir ferðabröltið um allar jarðir eru átthagarnir ekki fjötrar heldur faðmur. Söngurinn „Ég er kominn heim“ liðaðist um sýninguna og fékk lokaorðið. Þar sem sú leið var valin að algerlega fylgja texta Laxness sætir það furðu að ekki skyldi vera lögð áhersla á málskilning, áherslur og framsögn. Engu síður gott frumkvæði hjá Þjóðleikhúsinu að láta vinna leikverk úr einu af öndvegisritum íslenskra bókmennta. Elísabet Brekkan
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira