Rihanna horfir til framtíðar 11. nóvember 2010 06:00 rihanna Þrátt fyrir ungan aldur er söngkonan að gefa út sína fimmtu plötu, Loud.nordicphotos/getty Rihanna gefur eftir helgi út sína fimmtu plötu, Loud. Söngkonan hefur engan áhuga á að endurgera hina vinsælu Good Girl Gone Bad sem kom út 2007. Þrátt fyrir ungan aldur gefur söngkonan Rihanna út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. „Ég trúi því varla að þetta sé fimmta platan mín,“ sagði hin 22 ára Rihanna í viðtali við BBC. „Það er ótrúlegt ef maður hugsar til þess. Ég hef aldrei verið eins spennt yfir neinu sem ég hef búið til. Þetta er ekta Rihönnu-plata og hvert einasta lag er klæðskerasniðið fyrir mig.“ Rappararnir Eminem og Drake eru á meðal gesta auk þess sem hluti af lagi Avril Lavigne, I’m With You, af fyrstu sólóplötu hennar er notaður í laginu Cheers (Drink to That). Eins og á síðustu plötum Rihönnu kemur norska upptökudúóið Stargate einnig við sögu. Rihanna sló rækilega í gegn árið 2007 með plötunni Good Girl Gone Bad sem hafði að geyma hið gríðarvinsæla Umbrella. Söngkonan er meðvituð um vinsældirnar en vill líta fram á veginn í tónlistinni. „Ég vildi ekki líta um öxl og endurgera Good Girl Gone Bad. Mig langaði að taka næsta skref í þróunarsögu Rihönnu og þessi plata er sú rétta fyrir okkur.“ Rihanna fæddist á Barbados í Karíbahafi. Eyjan var bresk nýlenda til ársins 1966, þegar hún öðlaðist sjálfstæði. Nú búa þar innan við 300 þúsund manns. Sextán ára fluttist Rihanna til Bandaríkjanna til að einbeita sér að sólóferli sínum og hún var ekki lengi að heilla menn upp úr skónum. Eftir að hafa farið í áheyrnarprufu hjá rapparanum Jay-Z, þáverandi forstjóra Def Jam Recordings, gerði fyrirtækið útgáfusamning við hana og sér varla eftir því. Hún hefur selt plötur sínar í hátt í tuttugu milljónum eintaka og þar af seldist Good Girl Gone Bad í um tíu milljónum. Eins og áður sagði var Umbrella aðalsmellurinn, þar sem Jay-Z var einmitt gestasöngvari. Rihanna lenti í erfiðleikum í einkalífinu í byrjun síðasta árs þegar þáverandi kærasti hennar, rapparinn Chris Brown, lagði hendur á hana. Hún komst yfir það og gaf út fjórðu plötu sína, Rated R, síðar sama ár. Hún seldist ekki næstum því eins vel og Good Girl Gone Bad og því má segja að töluverð pressa sé á Rihönnu að auka við fylgi sitt á nýjan leik með Loud. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Rihanna gefur eftir helgi út sína fimmtu plötu, Loud. Söngkonan hefur engan áhuga á að endurgera hina vinsælu Good Girl Gone Bad sem kom út 2007. Þrátt fyrir ungan aldur gefur söngkonan Rihanna út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. „Ég trúi því varla að þetta sé fimmta platan mín,“ sagði hin 22 ára Rihanna í viðtali við BBC. „Það er ótrúlegt ef maður hugsar til þess. Ég hef aldrei verið eins spennt yfir neinu sem ég hef búið til. Þetta er ekta Rihönnu-plata og hvert einasta lag er klæðskerasniðið fyrir mig.“ Rappararnir Eminem og Drake eru á meðal gesta auk þess sem hluti af lagi Avril Lavigne, I’m With You, af fyrstu sólóplötu hennar er notaður í laginu Cheers (Drink to That). Eins og á síðustu plötum Rihönnu kemur norska upptökudúóið Stargate einnig við sögu. Rihanna sló rækilega í gegn árið 2007 með plötunni Good Girl Gone Bad sem hafði að geyma hið gríðarvinsæla Umbrella. Söngkonan er meðvituð um vinsældirnar en vill líta fram á veginn í tónlistinni. „Ég vildi ekki líta um öxl og endurgera Good Girl Gone Bad. Mig langaði að taka næsta skref í þróunarsögu Rihönnu og þessi plata er sú rétta fyrir okkur.“ Rihanna fæddist á Barbados í Karíbahafi. Eyjan var bresk nýlenda til ársins 1966, þegar hún öðlaðist sjálfstæði. Nú búa þar innan við 300 þúsund manns. Sextán ára fluttist Rihanna til Bandaríkjanna til að einbeita sér að sólóferli sínum og hún var ekki lengi að heilla menn upp úr skónum. Eftir að hafa farið í áheyrnarprufu hjá rapparanum Jay-Z, þáverandi forstjóra Def Jam Recordings, gerði fyrirtækið útgáfusamning við hana og sér varla eftir því. Hún hefur selt plötur sínar í hátt í tuttugu milljónum eintaka og þar af seldist Good Girl Gone Bad í um tíu milljónum. Eins og áður sagði var Umbrella aðalsmellurinn, þar sem Jay-Z var einmitt gestasöngvari. Rihanna lenti í erfiðleikum í einkalífinu í byrjun síðasta árs þegar þáverandi kærasti hennar, rapparinn Chris Brown, lagði hendur á hana. Hún komst yfir það og gaf út fjórðu plötu sína, Rated R, síðar sama ár. Hún seldist ekki næstum því eins vel og Good Girl Gone Bad og því má segja að töluverð pressa sé á Rihönnu að auka við fylgi sitt á nýjan leik með Loud. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning