Hver er þessi Rooney Mara? 18. ágúst 2010 09:30 Rooney Mara hreppti hið eftirsóknaverða hlutverk tölvuhakkarans Lisbeth Salander í bandarísku endurútgáfu Millenium-þríleyksins. Leikkonan Rooney Mara hefur landað einu af eftirsóknarverðustu kvenhlutverkum í kvikmyndaheiminum í dag, sjálfri Lisbeth Salander, tölvuhakkaranum og pönkaranum úr þríleik Stiegs Larsson. En hver er þessi óþekkta leikkona sem á eftir að skjótast hratt upp frægðarstigann í Hollywood? Hin 25 ára Mara hefur leikið lítil hlutverk í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Law and Order og ER. Hún er erfingi fótboltaveldis en faðir hennar er einn af eigendum New York Giants og langafi hennar átti Pittsburg Steelers. Frændur hennar eru stórlaxar hjá báðum liðum og Rooney hefur látið hafa það eftir sér í viðtölum að það sé ameríski fótboltinn sem haldi fjölskyldunni saman. Systir hennar er sjónvarpsþáttaleikkonan Kate Mara sem margir kannast við úr sjónvarpsþáttunum Nip/Tuck. Hin íslensk ættaða Noomi Rapace styður val Fincher. Mikið var rætt og ritað í kvikmyndamiðlum um hvort David Fincher, leikstjóri myndanna, myndi velja reynda eða óreynda leikkonu í hlutverk Salander en það þykir ákaflega krefjandi og um leið eitt það safaríkasta. Margar af frægustu ungu leikkonum kvikmyndabransans á borð við Scarlett Johanson, Natalie Portman, Ellen Page og Keiru Knigthley hafa sóst eftir að því leika tölvuhakkarann og meðal annars mætt í prufur, eitthvað sem slíkar stórstjörnur eru ekki vanar að gera. Fincher ákvað hins vegar að veðja á hina óþekktu Rooney Mara, eins og margir höfðu lagt hart að honum að gera, meðal annars Noomi Rapace sem lék einmitt Salander í sænsku myndunum. Daniel Craig leikur Mikael Blomkvist sem heillast af hakkaranum og raunar öllum konum sem hann kemst í kynni við. Frumraun Rooney Mara í burðarhlutverki á hvíta tjaldinu var í hryllingsmyndinni Nightmare on Elm Street sem var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Mara mun einnig koma fyrir sjónir íslenskra áhorfenda í myndinni Social Network sem fjallar um upphafið að Facebook en þar leikur Mara eina af kærustum stofnanda samskiptavefjarins. Leikstjóri þeirrar myndar er einmitt áðurnefndur Fincher. Búið er að ráða í flest burðarhlutverk fyrstu myndarinnar, Karlar sem hata konur. Þau Daniel Craig og Robin Wright leika Mikael Blomkvist og Ericu Berger ásamt því að sænski leikarinn Stellan Skarsgård bregður sér í hlutverk Martins Vagner. Tökur á myndinni hefjast í næsta mánuði í Svíþjóð. Sögusagnir eru uppi um að Fincher vilji að allir leikararnir tali með sænskum hreim þótt það verði að teljast heldur ólíklegt. Stellan Skarsgård leikur óþokkann Martin Vanger í Karlar sem hata konur. Þá er þegar byrjað að undirbúa tökur á myndum tvö og þrjú en þær eiga að vera teknar upp á sama tíma. Áætluð frumsýning á fyrstu myndinni er 21. desember 2011. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Leikkonan Rooney Mara hefur landað einu af eftirsóknarverðustu kvenhlutverkum í kvikmyndaheiminum í dag, sjálfri Lisbeth Salander, tölvuhakkaranum og pönkaranum úr þríleik Stiegs Larsson. En hver er þessi óþekkta leikkona sem á eftir að skjótast hratt upp frægðarstigann í Hollywood? Hin 25 ára Mara hefur leikið lítil hlutverk í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Law and Order og ER. Hún er erfingi fótboltaveldis en faðir hennar er einn af eigendum New York Giants og langafi hennar átti Pittsburg Steelers. Frændur hennar eru stórlaxar hjá báðum liðum og Rooney hefur látið hafa það eftir sér í viðtölum að það sé ameríski fótboltinn sem haldi fjölskyldunni saman. Systir hennar er sjónvarpsþáttaleikkonan Kate Mara sem margir kannast við úr sjónvarpsþáttunum Nip/Tuck. Hin íslensk ættaða Noomi Rapace styður val Fincher. Mikið var rætt og ritað í kvikmyndamiðlum um hvort David Fincher, leikstjóri myndanna, myndi velja reynda eða óreynda leikkonu í hlutverk Salander en það þykir ákaflega krefjandi og um leið eitt það safaríkasta. Margar af frægustu ungu leikkonum kvikmyndabransans á borð við Scarlett Johanson, Natalie Portman, Ellen Page og Keiru Knigthley hafa sóst eftir að því leika tölvuhakkarann og meðal annars mætt í prufur, eitthvað sem slíkar stórstjörnur eru ekki vanar að gera. Fincher ákvað hins vegar að veðja á hina óþekktu Rooney Mara, eins og margir höfðu lagt hart að honum að gera, meðal annars Noomi Rapace sem lék einmitt Salander í sænsku myndunum. Daniel Craig leikur Mikael Blomkvist sem heillast af hakkaranum og raunar öllum konum sem hann kemst í kynni við. Frumraun Rooney Mara í burðarhlutverki á hvíta tjaldinu var í hryllingsmyndinni Nightmare on Elm Street sem var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Mara mun einnig koma fyrir sjónir íslenskra áhorfenda í myndinni Social Network sem fjallar um upphafið að Facebook en þar leikur Mara eina af kærustum stofnanda samskiptavefjarins. Leikstjóri þeirrar myndar er einmitt áðurnefndur Fincher. Búið er að ráða í flest burðarhlutverk fyrstu myndarinnar, Karlar sem hata konur. Þau Daniel Craig og Robin Wright leika Mikael Blomkvist og Ericu Berger ásamt því að sænski leikarinn Stellan Skarsgård bregður sér í hlutverk Martins Vagner. Tökur á myndinni hefjast í næsta mánuði í Svíþjóð. Sögusagnir eru uppi um að Fincher vilji að allir leikararnir tali með sænskum hreim þótt það verði að teljast heldur ólíklegt. Stellan Skarsgård leikur óþokkann Martin Vanger í Karlar sem hata konur. Þá er þegar byrjað að undirbúa tökur á myndum tvö og þrjú en þær eiga að vera teknar upp á sama tíma. Áætluð frumsýning á fyrstu myndinni er 21. desember 2011. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira