Dikta kaupir útgáfuréttinn á Hunting For Happiness 25. ágúst 2010 09:15 haukur heiðar Önnur plata Diktu, Hunting For Happiness, er loksins fáanleg aftur í verslunum.fréttablaðið/daníel Hljómsveitin Dikta hefur keypt útgáfuréttinn á annarri plötu sinni Hunting For Happiness af fyrirtækinu Smekkleysu. Ástæðan er sú að platan hefur verið ófáanleg í tvö ár, nema á Tónlist.is, og það voru liðsmenn Diktu ekki sáttir við. „Okkur fannst það hvimleitt að platan hafi ekki fengist í svona langan tíma, sérstaklega af því að nýja platan er svona vinsæl," segir söngvarinn Haukur Heiðar. „Fólk hefur verið að spyrja mikið um gömlu plötuna og hvar væri hægt að fá hana. Það er allt í góðu á milli okkar og Smekkleysu en við ákváðum bara að fara þessa leið og gefa út sjálfir," útskýrir hann. Spurður segir hann að upphæðin sem sveitin þurfti að inna af hendi til að tryggja sér útgáfuréttinn hafi alls ekki verið há. „Við vorum líka rosalega ánægðir með umbúðirnar því þær eru með listaverki eftir Gabríelu Friðriksdóttur og hannaðar af Ragnari Helga Ólafssyni. Okkur fannst leiðinlegt að allir þyrftu að kaupa þetta á Tónlist.is í staðinn fyrir að njóta þess að eiga þetta í plastinu." Hunting For Happiness er nú komin í verslanir í samstarfi við útgáfufélagið Kölska. Platan kemur hugsanlega út erlendis síðar meir því Dikta hefur einnig tekið við erlenda útgáfuréttinum úr höndum Smekkleysu. Hunting for Happiness kom út árið 2005 og var gefin út í tvö þúsund eintökum, sem eru eins og áður sagði löngu uppseld. Platan fékk mjög góða dóma og komst á lista yfir 100 bestu plötur Íslandssögunnar. Nýjasta plata Diktu, Get It Together, hefur selst eins og heitar lummur síðan hún kom út fyrir jólin, eða í um átta þúsund eintökum, enda skartar það hinu gífurlega vinsæla Thank You. Þess má geta að fyrsta plata Diktu, Andartak, er við það að seljast upp en hún var framleidd í sex hundruð eintökum. „Við eigum nokkur eintök af henni enn þá sem við fundum í æfingahúsnæðinu. Við höfum verið að selja hana á völdum tónleikum en hún er svolítið mikið barn síns tíma og byrjendaverk," segir Haukur. Ljóst er að sú plata verður brátt safnaraeintak því ekki stendur til að endurútgefa hana eins og raunin varð með Hunting for Happiness. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Hljómsveitin Dikta hefur keypt útgáfuréttinn á annarri plötu sinni Hunting For Happiness af fyrirtækinu Smekkleysu. Ástæðan er sú að platan hefur verið ófáanleg í tvö ár, nema á Tónlist.is, og það voru liðsmenn Diktu ekki sáttir við. „Okkur fannst það hvimleitt að platan hafi ekki fengist í svona langan tíma, sérstaklega af því að nýja platan er svona vinsæl," segir söngvarinn Haukur Heiðar. „Fólk hefur verið að spyrja mikið um gömlu plötuna og hvar væri hægt að fá hana. Það er allt í góðu á milli okkar og Smekkleysu en við ákváðum bara að fara þessa leið og gefa út sjálfir," útskýrir hann. Spurður segir hann að upphæðin sem sveitin þurfti að inna af hendi til að tryggja sér útgáfuréttinn hafi alls ekki verið há. „Við vorum líka rosalega ánægðir með umbúðirnar því þær eru með listaverki eftir Gabríelu Friðriksdóttur og hannaðar af Ragnari Helga Ólafssyni. Okkur fannst leiðinlegt að allir þyrftu að kaupa þetta á Tónlist.is í staðinn fyrir að njóta þess að eiga þetta í plastinu." Hunting For Happiness er nú komin í verslanir í samstarfi við útgáfufélagið Kölska. Platan kemur hugsanlega út erlendis síðar meir því Dikta hefur einnig tekið við erlenda útgáfuréttinum úr höndum Smekkleysu. Hunting for Happiness kom út árið 2005 og var gefin út í tvö þúsund eintökum, sem eru eins og áður sagði löngu uppseld. Platan fékk mjög góða dóma og komst á lista yfir 100 bestu plötur Íslandssögunnar. Nýjasta plata Diktu, Get It Together, hefur selst eins og heitar lummur síðan hún kom út fyrir jólin, eða í um átta þúsund eintökum, enda skartar það hinu gífurlega vinsæla Thank You. Þess má geta að fyrsta plata Diktu, Andartak, er við það að seljast upp en hún var framleidd í sex hundruð eintökum. „Við eigum nokkur eintök af henni enn þá sem við fundum í æfingahúsnæðinu. Við höfum verið að selja hana á völdum tónleikum en hún er svolítið mikið barn síns tíma og byrjendaverk," segir Haukur. Ljóst er að sú plata verður brátt safnaraeintak því ekki stendur til að endurútgefa hana eins og raunin varð með Hunting for Happiness. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning