Tvö ólík kórverk flutt 15. apríl 2010 04:00 tónlist Þóra Einarsdóttir er í stóru hlutverki á tónleikum Vox academica annað kvöld. Mynd Fréttablaðið Vortónleikar Vox academica verða haldnir að þessu sinni í Langholtskirkju annað kvöld kl. 20. Á dagskránni eru tvö stórvirki kórbókmenntanna: Sálumessan eftir W.A. Mozart og Jauchzet Gott in allen Landen eftir J. S. Bach. Með kórnum verður stórskotalið einsöngvara: Þóra Einarsdóttir sópran, Ingunn Ósk Sturludóttir alt, Gissur Páll Gissurarson tenór og Kristinn Sigmundsson bassi. Undirleikur er í höndum Jón Leifs camerata og stjórnandinn er að vanda Hákon Leifsson. Requiem, eða Sálumessan, er eitt magnaðasta kórverk tónbókmenntanna og vekur síst minni hrifningu nú en fyrir ríflega tveimur og hálfri öld, þegar það var sett á blað. Verkið samdi Mozart samkvæmt pöntun og fékk greiðslur fyrir. Honum entist hins vegar ekki aldur til að ljúka því. Nokkrir nemendur hans og kunningjar hafa verið nefndir til sögunnar í tengslum við frágang Requiem, en sá sem stærstan hlut átti þar að máli var Süßmayr. Fyrstu brot úr verkinu voru flutt við minningarathöfn um Mozart 10. desember 1791. Jauchzet Gott in allen Landen BWV 51 er kantata í fimm hlutum eftir J. S. Bach. Snilli Bachs ætti að vera flestum kunn og er þetta verk gjarnan valið til flutnings við brúðkaup. Hér verður það túlkað af Þóru Einarsdóttur, ásamt undirleikurum úr Jón Leifs Camerata. pbb@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Vortónleikar Vox academica verða haldnir að þessu sinni í Langholtskirkju annað kvöld kl. 20. Á dagskránni eru tvö stórvirki kórbókmenntanna: Sálumessan eftir W.A. Mozart og Jauchzet Gott in allen Landen eftir J. S. Bach. Með kórnum verður stórskotalið einsöngvara: Þóra Einarsdóttir sópran, Ingunn Ósk Sturludóttir alt, Gissur Páll Gissurarson tenór og Kristinn Sigmundsson bassi. Undirleikur er í höndum Jón Leifs camerata og stjórnandinn er að vanda Hákon Leifsson. Requiem, eða Sálumessan, er eitt magnaðasta kórverk tónbókmenntanna og vekur síst minni hrifningu nú en fyrir ríflega tveimur og hálfri öld, þegar það var sett á blað. Verkið samdi Mozart samkvæmt pöntun og fékk greiðslur fyrir. Honum entist hins vegar ekki aldur til að ljúka því. Nokkrir nemendur hans og kunningjar hafa verið nefndir til sögunnar í tengslum við frágang Requiem, en sá sem stærstan hlut átti þar að máli var Süßmayr. Fyrstu brot úr verkinu voru flutt við minningarathöfn um Mozart 10. desember 1791. Jauchzet Gott in allen Landen BWV 51 er kantata í fimm hlutum eftir J. S. Bach. Snilli Bachs ætti að vera flestum kunn og er þetta verk gjarnan valið til flutnings við brúðkaup. Hér verður það túlkað af Þóru Einarsdóttur, ásamt undirleikurum úr Jón Leifs Camerata. pbb@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira