Jóla- og áramótaförðunin: Ferskt og fínt yfir hátíðarnar 21. desember 2010 06:00 Jólaförðunin í ár einkennist af dökkum vörum og bleikum kinnum. Föstudagur fékk Hörpu Káradóttur hjá Mac til að sýna lesendum hvernig hægt er að farða sig um hátíðarnar og hvaða straumar og stefnur eru ráðandi um þessar mundir í förðun. Það er ágætt að hafa nokkur góð ráð bak við eyrað þegar síðustu tvær vikur ársins ganga í garð enda yfirleitt þétt dagskrá hjá flestum. Jólin Í jólaförðuninni vildi Harpa meina að dökkar varir og ljós augu með svörtum augnblýanti væri hátíðleg samsetning. „Ef maður vill verða fínn augabragði er dökkur varalitur besta leiðin," segir Harpa en hún notaði líka bleikan kinnalit og gerviaugnahár til að ná fram bæði fersku og fínu útliti. Eins og sjá má á myndinni er fyrirsætan, Eydís Helena Evensen frá Elite Models, með fallega fiskifléttu en hinar ýmsu fléttugreiðslur eru flottar og auðveldar í framkvæmd.Áramótin „Það er alltaf eitthvað við áramótin sem gerir það að verkum að maður vill vera fínni þá en aðra daga. Kannski setja á sig smá glimmer, en passa að ofgera því ekki," segir Harpa en í áramótaförðuninni gerði hún dökk augu með glansandi áferð og smá glimmeri. Svartur augnblýantur og gerviaugnahár setja svo punktinn yfir i-ið en Harpa notaði ljósbleikan varalit sem passar vel við augun.Augnahár eru ómissandi eign yfir hátíðarnar.Hin ýmsu blæbrigði af rauðum lit henta á varirnar um hátíðarnar.Alltaf að velja ljósari lit fremur en dökkan.Bleikir og ferskjulitaðir tónar gefa hressandi yfirbragð.Augnskuggar með glimmeráferð eru alltaf vinsælir um áramót.Kinnalitir eru vinsælir í ár og um að gera að nota nýja litatóna á borð við þessa bleiku yfir hátíðirnar. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Föstudagur fékk Hörpu Káradóttur hjá Mac til að sýna lesendum hvernig hægt er að farða sig um hátíðarnar og hvaða straumar og stefnur eru ráðandi um þessar mundir í förðun. Það er ágætt að hafa nokkur góð ráð bak við eyrað þegar síðustu tvær vikur ársins ganga í garð enda yfirleitt þétt dagskrá hjá flestum. Jólin Í jólaförðuninni vildi Harpa meina að dökkar varir og ljós augu með svörtum augnblýanti væri hátíðleg samsetning. „Ef maður vill verða fínn augabragði er dökkur varalitur besta leiðin," segir Harpa en hún notaði líka bleikan kinnalit og gerviaugnahár til að ná fram bæði fersku og fínu útliti. Eins og sjá má á myndinni er fyrirsætan, Eydís Helena Evensen frá Elite Models, með fallega fiskifléttu en hinar ýmsu fléttugreiðslur eru flottar og auðveldar í framkvæmd.Áramótin „Það er alltaf eitthvað við áramótin sem gerir það að verkum að maður vill vera fínni þá en aðra daga. Kannski setja á sig smá glimmer, en passa að ofgera því ekki," segir Harpa en í áramótaförðuninni gerði hún dökk augu með glansandi áferð og smá glimmeri. Svartur augnblýantur og gerviaugnahár setja svo punktinn yfir i-ið en Harpa notaði ljósbleikan varalit sem passar vel við augun.Augnahár eru ómissandi eign yfir hátíðarnar.Hin ýmsu blæbrigði af rauðum lit henta á varirnar um hátíðarnar.Alltaf að velja ljósari lit fremur en dökkan.Bleikir og ferskjulitaðir tónar gefa hressandi yfirbragð.Augnskuggar með glimmeráferð eru alltaf vinsælir um áramót.Kinnalitir eru vinsælir í ár og um að gera að nota nýja litatóna á borð við þessa bleiku yfir hátíðirnar.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira