Veruleg vandræði Valdísar Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. júlí 2010 09:30 Valdís á vellinum í gær. Mynd/Valur Jónatansson Það var þungt hljóð í ríkjandi Íslandsmeistara eftir annan hringinn í Kiðjabergi í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði hringinn á 83 höggum, tólf yfir pari vallarins. „Það gengur bara ekki neitt upp hjá mér,“ sagði Valdís, sem fékk meðal annars tvo tvöfalda skolla. Hún er samtals á átján höggum á yfir pari. „Ég var að slá virkilega illa en ef ég á að taka eitthvað eitt út þá eru það púttin. Það duttu einfaldlega engin pútt hjá mér,“ sagði Valdís sem vissi ekkert af hverju svona illa gengi. Hún játti því að það væri líklega það versta, að vita ekki hvað væri að. Hún viðurkenndi einnig að aðstæður, sem voru virkilega erfiðar í gær, hafi ekki hjálpað til. „En það þýðir ekkert að skýla sér á bakvið það,“ segir Valdís sem er átta höggum á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. „Þetta er ekkert búið og það getur allt gerst. Ég verð að fara að setja einhver pútt í en ég ætla bara að keyra þetta í gang,“ sagði Valdís ákveðin. Ólafía er með sömu forystu og eftir fyrsta daginn, þrjú högg. Hún endaði hringinn á sínum eina fugli í gær og er tíu höggum yfir pari eftir 36 holur. Berglind Björnsdóttir úr GR er áfram í öðru sætinu en hún lék eins og Ólafía á átta höggum yfir pari í gær. Nína Björk Geirsdóttir lék best í rokinu í gær, á sex höggum yfir pari. Hún er þar með komin upp í þriðja sætið. Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það var þungt hljóð í ríkjandi Íslandsmeistara eftir annan hringinn í Kiðjabergi í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði hringinn á 83 höggum, tólf yfir pari vallarins. „Það gengur bara ekki neitt upp hjá mér,“ sagði Valdís, sem fékk meðal annars tvo tvöfalda skolla. Hún er samtals á átján höggum á yfir pari. „Ég var að slá virkilega illa en ef ég á að taka eitthvað eitt út þá eru það púttin. Það duttu einfaldlega engin pútt hjá mér,“ sagði Valdís sem vissi ekkert af hverju svona illa gengi. Hún játti því að það væri líklega það versta, að vita ekki hvað væri að. Hún viðurkenndi einnig að aðstæður, sem voru virkilega erfiðar í gær, hafi ekki hjálpað til. „En það þýðir ekkert að skýla sér á bakvið það,“ segir Valdís sem er átta höggum á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. „Þetta er ekkert búið og það getur allt gerst. Ég verð að fara að setja einhver pútt í en ég ætla bara að keyra þetta í gang,“ sagði Valdís ákveðin. Ólafía er með sömu forystu og eftir fyrsta daginn, þrjú högg. Hún endaði hringinn á sínum eina fugli í gær og er tíu höggum yfir pari eftir 36 holur. Berglind Björnsdóttir úr GR er áfram í öðru sætinu en hún lék eins og Ólafía á átta höggum yfir pari í gær. Nína Björk Geirsdóttir lék best í rokinu í gær, á sex höggum yfir pari. Hún er þar með komin upp í þriðja sætið.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira