Ólafur tekur drottningu fram yfir Vigdísi 15. apríl 2010 08:00 Forsetinn og eiginkona hans ætla að vera í danskri afmælisveislu á meðan Vigdís Finnbogadóttir fagnar áttræðisafmæli sínu í Háskólabíói. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður ekki viðstaddur afmælishátíð Vigdísar Finnbogadóttur sem fram fer í Háskólabíói í dag og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Hann ásamt konu sinni, Dorrit Moussaieff, var búinn að lofa sér í tveggja daga afmælisveislu til heiðurs Margréti Þórhildi Danadrottningu sem verður sjötug á föstudaginn. Ólafur og Vigdís eru einu forsetar íslenska lýðveldisins sem enn eru á lífi en þess verður jafnframt minnst að þrjátíu ár verða liðin síðan Íslendingar kusu, fyrstir allra þjóða, konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að áralöng hefð sé fyrir því að norrænir þjóðhöfðingjar sæki svona boð eins og afmæli Margrétar Þórhildar. „Afmælisboð Margrétar kom fyrir hálfu ári síðan og það var ákveðið að taka því," útskýrir Örnólfur og bætir við að svipað hafi verið upp á teningnum fyrir tíu árum. Þá fagnaði danska þjóðin sextugsafmæli Margrétar með glæsibrag um leið og Íslendingar héldu upp á sjötugsafmæli Vigdísar. „Honum þykir þetta hins vegar afar leitt að nú, eins og fyrir tíu árum, skuli afmæli þessara tveggja leiðtoga rekast á en við því er ekkert að gera," segir Örnólfur. - fgg Lífið Menning Tengdar fréttir Afmæli Danadrottningar í uppnámi vegna eldgossins "Við lokum á alla, líka þá með blátt blóð í æðum," segir Søren Hedegaard Nielsen, upplýsingafulltrúi Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn. 15. apríl 2010 11:33 Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun. 15. apríl 2010 11:42 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður ekki viðstaddur afmælishátíð Vigdísar Finnbogadóttur sem fram fer í Háskólabíói í dag og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Hann ásamt konu sinni, Dorrit Moussaieff, var búinn að lofa sér í tveggja daga afmælisveislu til heiðurs Margréti Þórhildi Danadrottningu sem verður sjötug á föstudaginn. Ólafur og Vigdís eru einu forsetar íslenska lýðveldisins sem enn eru á lífi en þess verður jafnframt minnst að þrjátíu ár verða liðin síðan Íslendingar kusu, fyrstir allra þjóða, konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að áralöng hefð sé fyrir því að norrænir þjóðhöfðingjar sæki svona boð eins og afmæli Margrétar Þórhildar. „Afmælisboð Margrétar kom fyrir hálfu ári síðan og það var ákveðið að taka því," útskýrir Örnólfur og bætir við að svipað hafi verið upp á teningnum fyrir tíu árum. Þá fagnaði danska þjóðin sextugsafmæli Margrétar með glæsibrag um leið og Íslendingar héldu upp á sjötugsafmæli Vigdísar. „Honum þykir þetta hins vegar afar leitt að nú, eins og fyrir tíu árum, skuli afmæli þessara tveggja leiðtoga rekast á en við því er ekkert að gera," segir Örnólfur. - fgg
Lífið Menning Tengdar fréttir Afmæli Danadrottningar í uppnámi vegna eldgossins "Við lokum á alla, líka þá með blátt blóð í æðum," segir Søren Hedegaard Nielsen, upplýsingafulltrúi Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn. 15. apríl 2010 11:33 Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun. 15. apríl 2010 11:42 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Afmæli Danadrottningar í uppnámi vegna eldgossins "Við lokum á alla, líka þá með blátt blóð í æðum," segir Søren Hedegaard Nielsen, upplýsingafulltrúi Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn. 15. apríl 2010 11:33
Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun. 15. apríl 2010 11:42