Land og synir snúa aftur 4. desember 2010 14:30 Hlakka til að spila á ný Gunnar Þór Eggersson gítarleikari og Hreimur Örn söngvari eru spenntir fyrir kvöldinu en Land og synir eru með tónleika á Spot í kvöld.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hreimur og félagar í Landi og sonum eru að vakna af værum blundi. Sveitin spilar á Spot í kvöld og ný lög eru væntanleg. „Við ætlum bara að henda okkur í slaginn,“ segir Hreimur Örn Heimisson, söngvari Lands og sona, en hljómsveitin er að fara á fullt á nýjan leik. „Við hættum eiginlega aldrei en okkur fannst vera of margir lausir endar og skelltum okkur því í létta sumarbústaðaferð um daginn og tókum upp eitt lag,“ segir Hreimur, en lagið kemur út eftir áramót. Land og synir var lengi ein vinsælasta hljómsveit landsins og hafði drauma um að „slá í gegn” úti í hinum stóra heimi. „Við lögðum mikla vinnu í útlandaplön sem gengu síðan ekki upp. Við vorum eiginlega bara mjög óheppnir,“ segir Hreimur. „Ég var á leið til Bandaríkjanna og þar átti ég að fá ferðaplan fyrir hljómsveitina. Þetta var hinn fræga dag 11. september 2001 þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Það endaði með því að ekkert varð af ferðinni,“ segir Hreimur. Hann segir mikinn tíma hafa farið í að skipuleggja tónleika erlendis og hljómsveitin hafi því ekki sinnt Íslandi nógu vel. Hún sé hins vegar vel samstillt í dag og með nýjan bassaleikara innanborðs. „Okkur fannst tilvalið að ná í nýjan Jón, fyrst Jón Guðfinnsson þurfti að skilja við okkur. Við köllum hann New John,“ segir Hreimur, en Jón Örvar Bjarnason mundar nú bassann í bandinu. „Við erum mjög hungraðir og okkur langar mikið að spila. Við gerum okkur samt grein fyrir því að það er ekkert hægt að hoppa upp í rútu og bóka og bóka eins og gert var í gamla daga,“ segir Hreimur. Hann vill ekki fullyrða að ný plata sé í smíðum en kannski komi 2-3 ný lög á næsta ári. Sveitin er hins vegar þessa dagana í hljóðveri að taka upp lagið Jólanótt sem kemur út eftir helgi. Hún heldur tónleika á skemmtistaðnum Spot í kvöld, en miðar eru seldir við inngang og kostar 1.500 kr. inn. kristjana@frettabladid.is Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Hreimur og félagar í Landi og sonum eru að vakna af værum blundi. Sveitin spilar á Spot í kvöld og ný lög eru væntanleg. „Við ætlum bara að henda okkur í slaginn,“ segir Hreimur Örn Heimisson, söngvari Lands og sona, en hljómsveitin er að fara á fullt á nýjan leik. „Við hættum eiginlega aldrei en okkur fannst vera of margir lausir endar og skelltum okkur því í létta sumarbústaðaferð um daginn og tókum upp eitt lag,“ segir Hreimur, en lagið kemur út eftir áramót. Land og synir var lengi ein vinsælasta hljómsveit landsins og hafði drauma um að „slá í gegn” úti í hinum stóra heimi. „Við lögðum mikla vinnu í útlandaplön sem gengu síðan ekki upp. Við vorum eiginlega bara mjög óheppnir,“ segir Hreimur. „Ég var á leið til Bandaríkjanna og þar átti ég að fá ferðaplan fyrir hljómsveitina. Þetta var hinn fræga dag 11. september 2001 þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Það endaði með því að ekkert varð af ferðinni,“ segir Hreimur. Hann segir mikinn tíma hafa farið í að skipuleggja tónleika erlendis og hljómsveitin hafi því ekki sinnt Íslandi nógu vel. Hún sé hins vegar vel samstillt í dag og með nýjan bassaleikara innanborðs. „Okkur fannst tilvalið að ná í nýjan Jón, fyrst Jón Guðfinnsson þurfti að skilja við okkur. Við köllum hann New John,“ segir Hreimur, en Jón Örvar Bjarnason mundar nú bassann í bandinu. „Við erum mjög hungraðir og okkur langar mikið að spila. Við gerum okkur samt grein fyrir því að það er ekkert hægt að hoppa upp í rútu og bóka og bóka eins og gert var í gamla daga,“ segir Hreimur. Hann vill ekki fullyrða að ný plata sé í smíðum en kannski komi 2-3 ný lög á næsta ári. Sveitin er hins vegar þessa dagana í hljóðveri að taka upp lagið Jólanótt sem kemur út eftir helgi. Hún heldur tónleika á skemmtistaðnum Spot í kvöld, en miðar eru seldir við inngang og kostar 1.500 kr. inn. kristjana@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira