Petrov spenntur fyrir mótinu í Rússlandi 18. október 2010 13:17 Vitaly Petrov er stoltur að byggð verður Formúlu 1 braut í Rússlandi og keppt þar 2014 ef allt gengur eftir. Mynd: Getty Images Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault keppir í Suður Kóreu um næstu helgi, þar sem keppt verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Hann er líka spenntur fyrir mótinu í Rússlandi sem á að fara fram árið 2014, en tilkynnt var um mótið fyrir helgina. "Ég er mjög stoltur af því að mót verði í Rússlandi og það á eftir að gera Formúlu 1 enn vinsælli þar. Það eru nánast allir ökumenn með heimavöll og vonandi get ég upplifað samskonar tilfinningu eftir nokkur ár", sagði Petrov í tilkynningu frá Renault. Hann á möguleika á sæti hjá Renault á næsta ári, en hefur verið minntur á það að hann þurfi standa sig vel í lokamótunum, en gengi hans hefur verið skrykkjótt á köflum. Petrov byrjaði að keppa á þessu ári og mætir á jafnréttisgrundvelli í mótið í Suður Kóreu, þar sem engin ökumaður hefur ekið þá braut. "Það er erfitt að undirbúa sig sérstaklega fyrir mótið, þar sem brautin er glæný. Það er því lítið af upplýsingum á takteinum. Ég hef ekið í ökuhermi til að læra á brautina, en það að brautin er nú gæti auðveldað mér lífið eitthvað. Það þurfa allir að læra á brautina", sagði Petrov. "Það er best að labba brautina og sjá með eigin augum. Þá er gott að fara á reiðhjóli til að læra inn á hana. Svo þarf að skoða kanta og öryggissvæðin. Þetta hjálpar allt, en vitanlega læra menn mest á fyrstu æfingunni. Það er mikilvægt að kunna á brautina eftir fyrstu æfinguna. Brautin virðist erfið og þriðja tímatökusvæðið er verðugt viðfangsefni og flestar beygjur í öðrum og þriðja gír. Beygjur sjö og átta verða hraðar og þar eru þrír beinir kaflar þar sem mikilvægir að nýta búnað til að auka lofstreymið um bílinn vel. Brautin ætti að vera góð fyrir okkar bíl og möguleiki á framúrakstri." Petrov á eftir að keppa í þremur mótum á árinu og hann telur mikilvægt að gera ekki mistök um næstu helgi. "Ég reyni alltaf að stefna á tíu efstu sætin og það verður mitt markið um helgina. Við áttum möguleika á þessu á Suzuka brautinni, en ég verð að gæta þess að gera ekki mistök. Það verður mikilvægt á ná í stig og það verður mitt markmið í Kóreu", sagði Petrov. Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault keppir í Suður Kóreu um næstu helgi, þar sem keppt verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Hann er líka spenntur fyrir mótinu í Rússlandi sem á að fara fram árið 2014, en tilkynnt var um mótið fyrir helgina. "Ég er mjög stoltur af því að mót verði í Rússlandi og það á eftir að gera Formúlu 1 enn vinsælli þar. Það eru nánast allir ökumenn með heimavöll og vonandi get ég upplifað samskonar tilfinningu eftir nokkur ár", sagði Petrov í tilkynningu frá Renault. Hann á möguleika á sæti hjá Renault á næsta ári, en hefur verið minntur á það að hann þurfi standa sig vel í lokamótunum, en gengi hans hefur verið skrykkjótt á köflum. Petrov byrjaði að keppa á þessu ári og mætir á jafnréttisgrundvelli í mótið í Suður Kóreu, þar sem engin ökumaður hefur ekið þá braut. "Það er erfitt að undirbúa sig sérstaklega fyrir mótið, þar sem brautin er glæný. Það er því lítið af upplýsingum á takteinum. Ég hef ekið í ökuhermi til að læra á brautina, en það að brautin er nú gæti auðveldað mér lífið eitthvað. Það þurfa allir að læra á brautina", sagði Petrov. "Það er best að labba brautina og sjá með eigin augum. Þá er gott að fara á reiðhjóli til að læra inn á hana. Svo þarf að skoða kanta og öryggissvæðin. Þetta hjálpar allt, en vitanlega læra menn mest á fyrstu æfingunni. Það er mikilvægt að kunna á brautina eftir fyrstu æfinguna. Brautin virðist erfið og þriðja tímatökusvæðið er verðugt viðfangsefni og flestar beygjur í öðrum og þriðja gír. Beygjur sjö og átta verða hraðar og þar eru þrír beinir kaflar þar sem mikilvægir að nýta búnað til að auka lofstreymið um bílinn vel. Brautin ætti að vera góð fyrir okkar bíl og möguleiki á framúrakstri." Petrov á eftir að keppa í þremur mótum á árinu og hann telur mikilvægt að gera ekki mistök um næstu helgi. "Ég reyni alltaf að stefna á tíu efstu sætin og það verður mitt markið um helgina. Við áttum möguleika á þessu á Suzuka brautinni, en ég verð að gæta þess að gera ekki mistök. Það verður mikilvægt á ná í stig og það verður mitt markmið í Kóreu", sagði Petrov.
Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira