Bjarni Ben bendir á fáránleika málsins 25. september 2010 08:00 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, varar við því að matsákvæði séu notuð í málum ráðherranna fyrrverandi sem meirihluti þingmannanefndar leggur til að verði ákærðir fyrir landsdómi. Þingið sé komið í algerar ógöngur verði farið að tillögunum. Í grein í Morgunblaðinu í gær bendir Bjarni á að ef sækja eigi málin á grundvelli mats, megi að sama skapi sækja ráðherra í sitjandi ríkisstjórn til saka fyrir viðbragðaleysi þegar hæstaréttardómurinn í gengislánamálinu féll í sumar. Þá hafi nefnd um fjármálalegan stöðugleika komið saman og metið það svo að vissar líkur væru á að bankakerfið myndi hrynja að nýju, sagði Bjarni í greininni. Engu að síður hafi ríkisstjórnin ekki látið vinna greiningu á þeirri fjárhagslegu áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir. Í tillögu þingmannanefndarinnar er ráðherrunum fjórum gefið að sök að hafa ekki látið vinna slíka greiningu í aðdraganda hruns bankanna. Segir Bjarni málin sambærileg í öllum mikilvægum atriðum. Í samtali við Fréttablaðið kvaðst Bjarni vera að benda á fáránleika málsins. „Ef byggt er á mats-kenndum atriðum er auðvelt að heimfæra þau upp á verk þessarar ríkisstjórnar. Ég er talsmaður þess að menn fari ekki inn á þessa braut. Hins vegar kunna að koma upp mál þar sem þingið verður að grípa inn í. Það eru mál þar sem ráðherra mátti vera ljóst að hann væri að fremja brot. Það á ekki við í þessum málum.“- bþs Landsdómur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, varar við því að matsákvæði séu notuð í málum ráðherranna fyrrverandi sem meirihluti þingmannanefndar leggur til að verði ákærðir fyrir landsdómi. Þingið sé komið í algerar ógöngur verði farið að tillögunum. Í grein í Morgunblaðinu í gær bendir Bjarni á að ef sækja eigi málin á grundvelli mats, megi að sama skapi sækja ráðherra í sitjandi ríkisstjórn til saka fyrir viðbragðaleysi þegar hæstaréttardómurinn í gengislánamálinu féll í sumar. Þá hafi nefnd um fjármálalegan stöðugleika komið saman og metið það svo að vissar líkur væru á að bankakerfið myndi hrynja að nýju, sagði Bjarni í greininni. Engu að síður hafi ríkisstjórnin ekki látið vinna greiningu á þeirri fjárhagslegu áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir. Í tillögu þingmannanefndarinnar er ráðherrunum fjórum gefið að sök að hafa ekki látið vinna slíka greiningu í aðdraganda hruns bankanna. Segir Bjarni málin sambærileg í öllum mikilvægum atriðum. Í samtali við Fréttablaðið kvaðst Bjarni vera að benda á fáránleika málsins. „Ef byggt er á mats-kenndum atriðum er auðvelt að heimfæra þau upp á verk þessarar ríkisstjórnar. Ég er talsmaður þess að menn fari ekki inn á þessa braut. Hins vegar kunna að koma upp mál þar sem þingið verður að grípa inn í. Það eru mál þar sem ráðherra mátti vera ljóst að hann væri að fremja brot. Það á ekki við í þessum málum.“- bþs
Landsdómur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira