Bréf forsetans ekki afhent 20. janúar 2010 01:30 forsetinn á indlandi Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti Nehru-verðlaununum á Indlandi í síðustu viku. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að traust í samskiptum ríkja gæti beðið hnekki ef bréf forseta til erlendra þjóðhöfðingja í þágu bankanna yrðu gerð opinber. Fréttablaðið/GVA Níu af þeim sautján bréfum, sem forseti Íslands sendi rannsóknarnefnd Alþingis vegna rannsóknar á orsökum bankahrunsins, verða ekki gerð opinber fyrr en 30 ár eru liðin frá því að þau voru rituð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun forsetaskrifstofunnar við því að gera bréfin opinber. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis óskaði eftir aðgangi að bréfum, sem forsetinn hefði ritað í þágu banka eða fjármálafyrirtækja, sendi forsetaskrifstofa nefndinni sautján bréf til skoðunar. Blaðamaður Fréttablaðsins bað um aðgang að bréfunum á grundvelli upplýsingalaga. Í fyrstu var synjað um aðgang en eftir að kært var til úrskurðarnefndar birti forsetaskrifstofan átta af bréfunum sautján en sagði að hin níu yrðu ekki gerð opinber þar sem þau væru rituð þjóðhöfðingjum eða æðstu forsvarsmönnum ríkja sem enn eru í embætti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú staðfest þá ákvörðun. Nefndin segir að þótt í bréfunum sé ekki að finna viðkvæmar upplýsingar um samskipti þjóðhöfðingja gæti opinber birting haft í för með sér að traust í samskiptum biði hnekki. Blaðamaður benti á að eitt bréfanna væri ritað til Alexanders krónprins, sem sé hvorki þjóðhöfðingi né meðal æðstu manna í lýðveldinu Serbíu, þótt hann geri tilkall til þess að konungdæmi verði endurreist í því landi. Nefndin telur ljóst að bréfið til Alexanders hafi forseti Íslands „ritað sem lið í embættislegum samskiptum sínum við aðila, sem af hans hálfu hefur verið litið á sem tiltekna fulltrúa annars ríkis eða þjóðar“. „Á grundvelli eðlis og efnis umrædds bréfs, og þá einnig þeirra sérstöku samskipta sem voru undanfari þess að bréfið var ritað“ eigi að varðveita trúnað um efni bréfsins. Er sú ákvörðun tekin með vísan í 2. málsgrein 6. greinar upplýsingalaga um að takmarka megi aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Miðað við þá niðurstöðu nefndarinnar verður efni þess bréfs, líkt og hinna átta, ekki gert opinbert fyrr en 30 árum eftir að það var ritað. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Níu af þeim sautján bréfum, sem forseti Íslands sendi rannsóknarnefnd Alþingis vegna rannsóknar á orsökum bankahrunsins, verða ekki gerð opinber fyrr en 30 ár eru liðin frá því að þau voru rituð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun forsetaskrifstofunnar við því að gera bréfin opinber. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis óskaði eftir aðgangi að bréfum, sem forsetinn hefði ritað í þágu banka eða fjármálafyrirtækja, sendi forsetaskrifstofa nefndinni sautján bréf til skoðunar. Blaðamaður Fréttablaðsins bað um aðgang að bréfunum á grundvelli upplýsingalaga. Í fyrstu var synjað um aðgang en eftir að kært var til úrskurðarnefndar birti forsetaskrifstofan átta af bréfunum sautján en sagði að hin níu yrðu ekki gerð opinber þar sem þau væru rituð þjóðhöfðingjum eða æðstu forsvarsmönnum ríkja sem enn eru í embætti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú staðfest þá ákvörðun. Nefndin segir að þótt í bréfunum sé ekki að finna viðkvæmar upplýsingar um samskipti þjóðhöfðingja gæti opinber birting haft í för með sér að traust í samskiptum biði hnekki. Blaðamaður benti á að eitt bréfanna væri ritað til Alexanders krónprins, sem sé hvorki þjóðhöfðingi né meðal æðstu manna í lýðveldinu Serbíu, þótt hann geri tilkall til þess að konungdæmi verði endurreist í því landi. Nefndin telur ljóst að bréfið til Alexanders hafi forseti Íslands „ritað sem lið í embættislegum samskiptum sínum við aðila, sem af hans hálfu hefur verið litið á sem tiltekna fulltrúa annars ríkis eða þjóðar“. „Á grundvelli eðlis og efnis umrædds bréfs, og þá einnig þeirra sérstöku samskipta sem voru undanfari þess að bréfið var ritað“ eigi að varðveita trúnað um efni bréfsins. Er sú ákvörðun tekin með vísan í 2. málsgrein 6. greinar upplýsingalaga um að takmarka megi aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Miðað við þá niðurstöðu nefndarinnar verður efni þess bréfs, líkt og hinna átta, ekki gert opinbert fyrr en 30 árum eftir að það var ritað. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira