Þetta kemur fram í norska blaðinu Verdens Gang sem segir að SAS sé í örvæntingarfullri leit að nýju fjármagni. Reiknað er með að SAS sýni tap upp á 2 milljarða sænskra kr. í ársuppgjöri sínu fyrir 2009 sem lagt verður fram í fyrramálið.
Um vorið í fyrra fékk SAS um 6 milljarða sænskra kr. með því að selja stjórnvöldum í Noregi, Danmörku og Svíþjóð nýtt hlutafé í félaginu. Þeim fjármunum hefur nú verið eytt í reksturinn að því er segir í Verdens Gang.
Norsk verkalýðsfélög hafa á síðusu vikum reynt að sannfæra Trond Gisle viðskiptaráðherra Noregs um að setja meira fé í SAS. Þau hafa komið að lokuðum dyrum hjá Gisle. Verdens Gang hefur hinsvegar heimildir fyrir því að dönsk stjórnvöld séu jákvæð gagnvart frekari fjárstuðningi við SAS.