Webber vill ræða áreksturinn við Vettel 1. júní 2010 12:53 Vettel varð að hætta keppni eftir árekstur við Mark Webber í Tyrklandi á sunnudag. Mynd: Getty Images Mark Webber og Sebastian Vettel lentu í árekstri þegar þeir voru í forystuhlutverki í tyrkneska kappakstrinum á sunnudaginn. Vettel reyndi að fara framúr Webber, en þeir skullu saman með þeim afleiðingum að Vettel féll úr leik, en Webber náði þriðja sæti á eftir Lewis Hamilton og Jenson Button. Vettel og Webber voru efstir og jafnir að stigum fyrir mótið í Tyrklandi og Webber leiddi keppnina, en var eltur af Vettel, Hamilton og Button. Hvorki Vettel né Webber vilja meina að þeir hafi breytt rangt í atvikunu, en forsvarmaður Red Bull telur að þeir hefðu átt að sýna meiri skynsemi. Liðið tapaði af dýrmætum stigum og þeir sömuleiðis. "Seb (astian) og ég munum setjast niður og ræða málin. Við megum ekki gera svona mistök aftur. Við munum líklega hafa misjafna skoðun á því sem gerðist, þar til yfir lýkur, en við erum báðir fullorðnir og verðum að geta keppt án þess að lið okkar verði fyrir áfalli", sagði Webber í grein sem hann skrifaði í ástralska blaðið Daily Telepgraph. Autosport.com greinir frá þessu í dag. "Ef við hefðum verið að berjast um átjánda eða nítjánda sætið, þá hefði öllum verið sama. Við vorum að berjast um fyrsta sætið og því vilja allir vita um málið. Vettel var með meiri hámarkshraða og ég sá hann koma að mér að innanverðu þegar við nálguðumst beygju tólf. Við vorum í slag um efsta sætið og ég hélt minni stöðu, til að hann þyrfti að aka á skítugri hluta brautarinnar á bremsukaflanum. Ég hélt línunni og hann beygði á mig. Við snertumst lítillega, en þegar maður er á 300 km hraða þá þarf ekki mikið til að allt endi með ósköpum", sagði Webber. Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mark Webber og Sebastian Vettel lentu í árekstri þegar þeir voru í forystuhlutverki í tyrkneska kappakstrinum á sunnudaginn. Vettel reyndi að fara framúr Webber, en þeir skullu saman með þeim afleiðingum að Vettel féll úr leik, en Webber náði þriðja sæti á eftir Lewis Hamilton og Jenson Button. Vettel og Webber voru efstir og jafnir að stigum fyrir mótið í Tyrklandi og Webber leiddi keppnina, en var eltur af Vettel, Hamilton og Button. Hvorki Vettel né Webber vilja meina að þeir hafi breytt rangt í atvikunu, en forsvarmaður Red Bull telur að þeir hefðu átt að sýna meiri skynsemi. Liðið tapaði af dýrmætum stigum og þeir sömuleiðis. "Seb (astian) og ég munum setjast niður og ræða málin. Við megum ekki gera svona mistök aftur. Við munum líklega hafa misjafna skoðun á því sem gerðist, þar til yfir lýkur, en við erum báðir fullorðnir og verðum að geta keppt án þess að lið okkar verði fyrir áfalli", sagði Webber í grein sem hann skrifaði í ástralska blaðið Daily Telepgraph. Autosport.com greinir frá þessu í dag. "Ef við hefðum verið að berjast um átjánda eða nítjánda sætið, þá hefði öllum verið sama. Við vorum að berjast um fyrsta sætið og því vilja allir vita um málið. Vettel var með meiri hámarkshraða og ég sá hann koma að mér að innanverðu þegar við nálguðumst beygju tólf. Við vorum í slag um efsta sætið og ég hélt minni stöðu, til að hann þyrfti að aka á skítugri hluta brautarinnar á bremsukaflanum. Ég hélt línunni og hann beygði á mig. Við snertumst lítillega, en þegar maður er á 300 km hraða þá þarf ekki mikið til að allt endi með ósköpum", sagði Webber.
Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn