Alonso ætlar að pressa á Red Bull 7. október 2010 15:47 Fernando Alonso er mættur til Japan og fyrstu æfingar fara fram í nótt. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso sem hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót á Ferrari er staðráðinn í að pressa hressilega á Red Bull ökumennina Mark Webber og Sebastian Vettel, sem þykja líklegir til afreka á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Alonso er 11 stigum á eftir Mark Webber á Red Bull í stigamótinu, eftir tvo sigra í röð, en Lewis Hamilton er þriðji á McLaren. Sebastian Vettel fjórði og Jenson Button fimmti, en 25 stig eru á milli Webbers og Buttons. Allir eiga þeir möguleika á titlinum, þegar fjórum mótum er ólokið. "Red Bull liðið er líklegt í toppslagnum. Eiginleikar bílanna henta (Suzuka) brautinni, en það þýðir ekki að þeir geti unnið auðvelda sigra. Við höfum séð áður á árinu að það var ekki allt að virka sem skyldi á brautum sem áttu að henta Red Bull. Eitthvað kom upp, þannig að við verðum að pressa þá", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fjölmiðlamenn í Japan. "Af þeim fjórum mótum sem eftir eru, þá er Suzuka góð fyrir þá. Óvíst er hver staðan er gagnvart hinum þremur brautunum, sérstaklega Kóreu. Það mót verður erfitt fyrir alla. Það eru fimm ökumenn með möguleika og McLaren liðið verður sterkt og mun sækja af krafti í þeim mótum sem eftir eru. Slagurinn er galopinn." "Það virðist vera sem að það sé nauðsynlegt að halda slagkrafti milli móta, en við höfum séð menn vinna tvö mót, eða komast á verðlaunapall tvisvar til þrisvar í röð, svo gengur illa, en svo eru þeir komnir aftur í slaginn." "Engin hefur getað haldið dampi í 6-7 mótum í röð af ýmsum ástæðum og það má því búast við erfiðum tímum og við verðum að gæta þess að örvænta ekki. Heldur að ná sem flestum stigum. Stundum verðum við á verðlaunapalli, stundum kannski í fimmta sæti, en þá þurfum við að vera sameinaðir og sleppa örvæntingunni", sagði Alonso. Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso sem hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót á Ferrari er staðráðinn í að pressa hressilega á Red Bull ökumennina Mark Webber og Sebastian Vettel, sem þykja líklegir til afreka á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Alonso er 11 stigum á eftir Mark Webber á Red Bull í stigamótinu, eftir tvo sigra í röð, en Lewis Hamilton er þriðji á McLaren. Sebastian Vettel fjórði og Jenson Button fimmti, en 25 stig eru á milli Webbers og Buttons. Allir eiga þeir möguleika á titlinum, þegar fjórum mótum er ólokið. "Red Bull liðið er líklegt í toppslagnum. Eiginleikar bílanna henta (Suzuka) brautinni, en það þýðir ekki að þeir geti unnið auðvelda sigra. Við höfum séð áður á árinu að það var ekki allt að virka sem skyldi á brautum sem áttu að henta Red Bull. Eitthvað kom upp, þannig að við verðum að pressa þá", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fjölmiðlamenn í Japan. "Af þeim fjórum mótum sem eftir eru, þá er Suzuka góð fyrir þá. Óvíst er hver staðan er gagnvart hinum þremur brautunum, sérstaklega Kóreu. Það mót verður erfitt fyrir alla. Það eru fimm ökumenn með möguleika og McLaren liðið verður sterkt og mun sækja af krafti í þeim mótum sem eftir eru. Slagurinn er galopinn." "Það virðist vera sem að það sé nauðsynlegt að halda slagkrafti milli móta, en við höfum séð menn vinna tvö mót, eða komast á verðlaunapall tvisvar til þrisvar í röð, svo gengur illa, en svo eru þeir komnir aftur í slaginn." "Engin hefur getað haldið dampi í 6-7 mótum í röð af ýmsum ástæðum og það má því búast við erfiðum tímum og við verðum að gæta þess að örvænta ekki. Heldur að ná sem flestum stigum. Stundum verðum við á verðlaunapalli, stundum kannski í fimmta sæti, en þá þurfum við að vera sameinaðir og sleppa örvæntingunni", sagði Alonso.
Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira