Umfjöllun: Í bikarúrslit á fimmtán mínútum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2010 17:33 Aron gat verið ánægður með strákana sína í dag. Það tók Hauka ekki nema um 15 mínútur að tryggja sér sæti í úrslitum Eimskipsbikars karla. Haukar tóku á móti HK að Ásvöllum í dag og unnu afar öruggan og sannfærandi sigur, 26-20. Það var aðeins eitt lið tilbúið í slaginn í dag og það voru Haukar. Leiddir af stórskyttunni Sigurbergi Sveinssyni keyrðu þeir HK í kaf strax í upphafi. Sigurbergur skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins en fyrsta mark HK kom ekki fyrr en eftir rúmar 6 mínútur. Annað markið kom eftir rúmar 16 mínútur. Þá höfðu Haukar komist i 8-1 og þeir litu aldrei til baka eftir það. Andleysi HK-manna í upphafi leiks var með hreinum ólíkindum. Það var ekki hægt að sjá að þetta lið væri mætt til þess að berjast um sæti í Höllinni. Stemningin minnti meira á æfingu á jóladag sem enginn nennir að taka þátt í. HK-menn vöknuðu allt of seint og þessar hræðilegu 15 mínútur dugðu Haukum til sigurs. HK minnkaði muninn í 5 mörk fyrir hlé en nær komst liðið aldrei. Sigurbergur frábær á upphafskaflanum og skoraði síðan mikilvæg mörk í síðari hálfleik. Hann eyðilagði samt tölfræðina hjá sér með sex lélegum skotum undir lokin sem öll klikkuðu. Birkir Ívar magnaður í markinu og vörnin fyrir framan hann stórkostleg. Haukavörnin klippti algjörlega á skyttur HK-liðsins sem náðu vart almennilegu skoti á markið. HK-menn voru lengstum ráðalausir gegn þessari vörn. Sveinbjörn Pétursson markvörður var eini maðurinn með meðvitund hjá HK í leiknum. Skilaði sínu og rúmlega það en aðrir leikmenn þurfa að slá sjálfa sig utan undir fyrir þessa hræðilegu frammistöðu í leiknum. Haukar-HK 26-20 (13-8) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/1 (17/2), Elías Már Halldórsson 5 (9), Björgvin Hólmgeirsson 5 (12), Freyr Brynjarsson 3 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (4/1), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (2), Jónatan Jónsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (37/2) 46%. Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 3, Elías 2, Björgvin, Guðmundur). Fiskuð víti: 4 (Pétur, Gunnar Berg, Sigurbergur, Freyr). Utan vallar: 4 mín. Mörk HK (skot): Sverrir Hermannsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 4/2 (6/2), Bjarki Már Elísson 2 (3), Valdimar Þórsson 2 (9), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hákon Bridde 1 (3), Atli Ævar Ingólfsson 1 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (7), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1), Brynjar Hreggviðsson 1 (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 21/3 (47/4) 45%. Hraðaupphlaup: 6 (Hákon, Vilhelm, Valdimar, Sverrir, Brynjar, Ragnar). Fiskuð víti: 2 (Ólafur Víðir, Brynjar). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson & Jónas Elíasson, flottir. Olís-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Það tók Hauka ekki nema um 15 mínútur að tryggja sér sæti í úrslitum Eimskipsbikars karla. Haukar tóku á móti HK að Ásvöllum í dag og unnu afar öruggan og sannfærandi sigur, 26-20. Það var aðeins eitt lið tilbúið í slaginn í dag og það voru Haukar. Leiddir af stórskyttunni Sigurbergi Sveinssyni keyrðu þeir HK í kaf strax í upphafi. Sigurbergur skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins en fyrsta mark HK kom ekki fyrr en eftir rúmar 6 mínútur. Annað markið kom eftir rúmar 16 mínútur. Þá höfðu Haukar komist i 8-1 og þeir litu aldrei til baka eftir það. Andleysi HK-manna í upphafi leiks var með hreinum ólíkindum. Það var ekki hægt að sjá að þetta lið væri mætt til þess að berjast um sæti í Höllinni. Stemningin minnti meira á æfingu á jóladag sem enginn nennir að taka þátt í. HK-menn vöknuðu allt of seint og þessar hræðilegu 15 mínútur dugðu Haukum til sigurs. HK minnkaði muninn í 5 mörk fyrir hlé en nær komst liðið aldrei. Sigurbergur frábær á upphafskaflanum og skoraði síðan mikilvæg mörk í síðari hálfleik. Hann eyðilagði samt tölfræðina hjá sér með sex lélegum skotum undir lokin sem öll klikkuðu. Birkir Ívar magnaður í markinu og vörnin fyrir framan hann stórkostleg. Haukavörnin klippti algjörlega á skyttur HK-liðsins sem náðu vart almennilegu skoti á markið. HK-menn voru lengstum ráðalausir gegn þessari vörn. Sveinbjörn Pétursson markvörður var eini maðurinn með meðvitund hjá HK í leiknum. Skilaði sínu og rúmlega það en aðrir leikmenn þurfa að slá sjálfa sig utan undir fyrir þessa hræðilegu frammistöðu í leiknum. Haukar-HK 26-20 (13-8) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/1 (17/2), Elías Már Halldórsson 5 (9), Björgvin Hólmgeirsson 5 (12), Freyr Brynjarsson 3 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (4/1), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (2), Jónatan Jónsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (37/2) 46%. Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 3, Elías 2, Björgvin, Guðmundur). Fiskuð víti: 4 (Pétur, Gunnar Berg, Sigurbergur, Freyr). Utan vallar: 4 mín. Mörk HK (skot): Sverrir Hermannsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 4/2 (6/2), Bjarki Már Elísson 2 (3), Valdimar Þórsson 2 (9), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hákon Bridde 1 (3), Atli Ævar Ingólfsson 1 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (7), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1), Brynjar Hreggviðsson 1 (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 21/3 (47/4) 45%. Hraðaupphlaup: 6 (Hákon, Vilhelm, Valdimar, Sverrir, Brynjar, Ragnar). Fiskuð víti: 2 (Ólafur Víðir, Brynjar). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson & Jónas Elíasson, flottir.
Olís-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira