Segir Davíð, Halldór og Valgerði vera hina raunverulegu gerendur 22. september 2010 10:08 Ólína Þorvarðardóttir. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi, hefur ákveðnar efasemdir um að réttlætinu verði fullnægt með því að draga fyrir dóm þá fjóra ráðherra sem hluti þingmannanefndar Atla Gíslasonar telur að hafi sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 og að ábyrgð þeirra sé lögð að jöfnu. Að mati Ólínu var þáverandi utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ekki í stöðu til að grípa inn í þróun mála í efnahagslífinu hér á landi enda heyrir slíkt undir önnur ráðuneyti. Ólína leggur áherslu á að Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hafi setið sem ráðherra í fyrri ríkisstjórn, þeirri sömu og hafði að hennar mati meiri áhrif á þróun mála. Hans ábyrgð hljóti því að vera meiri sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum fyrir bankahrun. „Skyldi hans ábyrgð ekki vera ríkari en þeirra sem stigu inn á sviðið þegar orðið var um seinan að afstýra því sem gerðist?“ spyr Ólína. Hinir raunverulegu gerendur í aðdraganda bankahrunsins eru að mati Ólínu stikkfríir þar sem ráðherraábyrgð þeirra sé fyrnd að lögum. Þar nefnir Ólína til sögunnar Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi viðskiptaráðherra og Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins. „Landsdómur nær ekki til þess tíma,“ segir Ólína og bendir á að sök ráðherra fyrnist á þremur árum samkvæmt gildandi lögum. Ólína segir að með því að þetta fólk sleppi við að axla ábyrgð á gjörðum sínum á meðan aðrir ráðherrar sem komu síðar að stjórn landsins sæti refsingu sé mögulega verið að hengja bakara fyrir smið. Hún telur að það séu Davíð, Halldór, Valgerður og aðrir sem sátu við stjórnvölinn í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á árunum 2003 til 2007 þegar bankarnir voru einkavæddir, sem eigi stærstu sökina. Hún segir að það hafi verið þau sem leyfðu svokallaðan hraðakstur í fjármálakerfinu og gott ef þau hönnuðu ekki hreinlega vegakerfi fyrir hraðaksturinn. Frá þessu er greint á visir.is. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent