Átu þurrkað nautakjöt og snakk í hvert mál 20. ágúst 2010 12:30 Bætti aðeins á sig Vilhelm segist hafa bætt nokkrum kílóum á sig í ferðinni yfir Bandaríkin enda hafi hann og Sveppi aðallega lifað á þurrkuðu nautakjöti og snakki.Fréttablaðið/Stefán Lið Vilhelms Antons Jónssonar og Sverris Þór Sverrissonar etur kappi við tvíeykið Auðun Blöndal og Gillz í sérstökum þrautakappakstri yfir endilöng Bandaríkin. Keppnin verður sýnd á föstudagskvöldum á Stöð 2 en við sögu koma einkennileg enskukunnátta Sveppa, fellibylur og afslappaðir Suðurríkjamenn. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að liðin keyra hvort úr sinni áttinni og eiga að hafa upp á leynigesti í Mall of America í Minneapolis. Liðin leysa þrautir á leiðinni og fá stig fyrir að klára þær. Vilhelm var reyndar á leiðinni út í íslenskar óbyggðir þegar Fréttablaðið náði tali af honum, með riffil á bakinu að fara skjóta gæsir. „Þetta var snilldarferð,“ segir Vihelm, sem einhverjir kynnu að telja gáfumennið í þessum kvartett. „Þeir eru nú ekki allir jafn vitlausir þótt sumir þeirra séu það, þetta var bara mikil mannfræðistúdía fyrir mig, að kynnast þessum tegundum í sínu rétta umhverfi.“ Vilhelm hafði reyndar áður komið til Ameríku, verið bæði í New York og Washington. Ferðin gekk hins vegar ekki út á hinar dæmigerðu amerísku stórborgir heldur þau svæði sem fæstir ferðalangar komast í kynni við. „Þetta var mikill akstur, það lágu kannski sex til sjö hundruð kílómetrar að baki á hverjum degi enda keyrðum við í gegnum sjö eða átta ríki á aðeins ellefu dögum,“ útskýrir Vilhelm. Hann og Sveppi héldu sér uppi á þurrkuðu nautakjöti og suðurríkjasnakki og Vilhelm viðurkennir að hann hafi aðeins bætt á sig í ferðinni enda hafi fá tækifæri gefist til að hreyfa sig almennilega. Suðurríkjamenn komu honum mest á óvart. „Þeir eru alveg ótrúlega gestrisnir og ákaflega afslappaðir, það getur tekið marga klukkutíma að fara út í búð.“ Að sögn Vilhelms gekk samstarf hans og Sveppa ákaflega vel þótt „maskínuliðið“ eins og Villi kallar framleiðandann og tökumanninn hafi stundum verið með leiðindi. „Ég hélt uppi stuðinu með spurningakeppni og skemmtilegri tónlist þegar útvarpið ofbauð manni,“ segir Vilhelm og bætir því við að hann hafi verið guðs lifandi feginn að þurfa ekki að sitja í bíl með þeim Audda og Gillz. „Já, tónlistin sem þeir hlusta á gæti drepið fullvaxta karlmann úr leiðindum.“ Og þótt ferðin hafi að mestu leyti gengið vel fyrir sig voru þeir félagar stöðvaðir af lögreglunni í þrígang. Þar kom hins vegar sérkennileg enskukunnátta Sverris Þórs að góðum notum. „Það er ekki hægt að sekta krullhærðan og málhaltan karlmann,“ segir Villi. Þá hafi fellibylur sem reið yfir Houston einnig verið eftirminnilegur og þá sérstaklega þegar þeir flugu út úr honum, umkringdir af þrumum og eldingum. „Við Sveppi erum ákaflega flughræddir menn og þetta var síður en svo þægileg flugferð.“ Blásið verður til sérstaks frumsýningarhófs á Players í kvöld klukkan sjö en Vilhelm verður ekki viðstaddur vegna gæsaveiðanna. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Lið Vilhelms Antons Jónssonar og Sverris Þór Sverrissonar etur kappi við tvíeykið Auðun Blöndal og Gillz í sérstökum þrautakappakstri yfir endilöng Bandaríkin. Keppnin verður sýnd á föstudagskvöldum á Stöð 2 en við sögu koma einkennileg enskukunnátta Sveppa, fellibylur og afslappaðir Suðurríkjamenn. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að liðin keyra hvort úr sinni áttinni og eiga að hafa upp á leynigesti í Mall of America í Minneapolis. Liðin leysa þrautir á leiðinni og fá stig fyrir að klára þær. Vilhelm var reyndar á leiðinni út í íslenskar óbyggðir þegar Fréttablaðið náði tali af honum, með riffil á bakinu að fara skjóta gæsir. „Þetta var snilldarferð,“ segir Vihelm, sem einhverjir kynnu að telja gáfumennið í þessum kvartett. „Þeir eru nú ekki allir jafn vitlausir þótt sumir þeirra séu það, þetta var bara mikil mannfræðistúdía fyrir mig, að kynnast þessum tegundum í sínu rétta umhverfi.“ Vilhelm hafði reyndar áður komið til Ameríku, verið bæði í New York og Washington. Ferðin gekk hins vegar ekki út á hinar dæmigerðu amerísku stórborgir heldur þau svæði sem fæstir ferðalangar komast í kynni við. „Þetta var mikill akstur, það lágu kannski sex til sjö hundruð kílómetrar að baki á hverjum degi enda keyrðum við í gegnum sjö eða átta ríki á aðeins ellefu dögum,“ útskýrir Vilhelm. Hann og Sveppi héldu sér uppi á þurrkuðu nautakjöti og suðurríkjasnakki og Vilhelm viðurkennir að hann hafi aðeins bætt á sig í ferðinni enda hafi fá tækifæri gefist til að hreyfa sig almennilega. Suðurríkjamenn komu honum mest á óvart. „Þeir eru alveg ótrúlega gestrisnir og ákaflega afslappaðir, það getur tekið marga klukkutíma að fara út í búð.“ Að sögn Vilhelms gekk samstarf hans og Sveppa ákaflega vel þótt „maskínuliðið“ eins og Villi kallar framleiðandann og tökumanninn hafi stundum verið með leiðindi. „Ég hélt uppi stuðinu með spurningakeppni og skemmtilegri tónlist þegar útvarpið ofbauð manni,“ segir Vilhelm og bætir því við að hann hafi verið guðs lifandi feginn að þurfa ekki að sitja í bíl með þeim Audda og Gillz. „Já, tónlistin sem þeir hlusta á gæti drepið fullvaxta karlmann úr leiðindum.“ Og þótt ferðin hafi að mestu leyti gengið vel fyrir sig voru þeir félagar stöðvaðir af lögreglunni í þrígang. Þar kom hins vegar sérkennileg enskukunnátta Sverris Þórs að góðum notum. „Það er ekki hægt að sekta krullhærðan og málhaltan karlmann,“ segir Villi. Þá hafi fellibylur sem reið yfir Houston einnig verið eftirminnilegur og þá sérstaklega þegar þeir flugu út úr honum, umkringdir af þrumum og eldingum. „Við Sveppi erum ákaflega flughræddir menn og þetta var síður en svo þægileg flugferð.“ Blásið verður til sérstaks frumsýningarhófs á Players í kvöld klukkan sjö en Vilhelm verður ekki viðstaddur vegna gæsaveiðanna. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira