Kínverjar vilja að sænska símafyrirtækið Ericsson byggi upp farsímakerfið þar í landi. Samningurinn sem Ericsson er boðið hljóðar upp á 240 milljarða íslenskra króna.
Í raun er þó um að ræða tvo samninga. Annar þeirra er við China Mobile, sem er stærsta farsímafyrirtæki í heimi og nemur sá samningur um milljarði bandaríkjadala. Hinn samningurinn er við China Unicom og nemur hann um 800 milljónum bandaríkjadala.
Viðskiptavinir fyrirtækjanna gætu numið um 1,3 milljörðum einstaklinga, eftir því sem fram kemur á danska vefnum epn.dk.
Ericsson með 240 milljarða viðskiptasamning við Kínverja
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump
Viðskipti erlent

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent

Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur
Viðskipti innlent



Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent



Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent