Magga Maack á kápunni í tveimur heimsálfum 18. júní 2010 06:30 Útvarpskonan Margrét Erla Maack situr fyrir á bókarkápu sem Ólöf Erla Einarsdóttir mun hanna fyrir bókaflokkinn Creature Court. Fréttablaðið/Vilhelm „Myndir eftir mig hafa áður birst í erlendum bókum og tímaritum og ég geri ráð fyrir því að bókaútgáfan hafi fundið mig annað hvort í gegnum það eða heimasíðuna mína," segir grafíski hönnuðurinn Ólöf Erla Einarsdóttir, sem mun hanna kápur þriggja bóka í bókaflokknum Creature Court. Bækurnar verða gefnar út bæði í Bandaríkjunum og í Ástralíu. Ólöf Erla viðurkennir að henni hafi þótt tilboðið spennandi og því ákvað hún að slá til. Fyrsta bókin í bókaflokknum kom út í febrúar síðastliðnum og kemur önnur bókin út nú í haust, en útvarpskonan Margrét Erla Maack mun prýða forsíðu hennar. „Þegar þau lýstu næstu bók fyrir mér, innihaldi hennar og persónum þá sá ég strax Margréti Erlu fyrir mér. Ég spurði hana hvort hún væri til í að sitja fyrir og henni fannst það ekkert mál," útskýrir Ólöf Erla, en báðar starfa þær hjá Ríkisútvarpinu. Ólöf Erla myndar viðföng sín sjálf og vinnur ljósmyndina því næst í Photoshop og verður lokaútkoman oftar en ekki ævintýralega falleg. „Ég er ekki mikið menntuð í ljósmyndun en ég get galdrað ýmislegt með Photoshop og á til dæmis eftir að gera allan kjólinn hennar Margrétar Erlu í því forriti. Ég mun bæta í hann efni, litum og gera hann íburðameiri en hann hefði annars verið." Þetta ku ekki vera í fyrsta sinn sem þær stöllur vinna saman því Margrét Erla hefur áður setið fyrir á myndum Ólafar. Sjá má eina þeirra hér. Aðspurð segist Margrét Erla mjög spennt fyrir verkefninu og hyggst hún panta sér eintak af bókinni þegar hún kemur út. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg tilhugsun, sérstaklega af því að ég á vini í Ástralíu og hlakka mikið til að geta sagt þeim frá þessu. Ég mun svo að sjálfsögðu panta mér eitt eintak líka og geyma það fyrir barnbörnin, enda skemmtileg saga að segja," segir útvarpskonan kampakát. Hægt er að skoða verk Ólafar Erlu á síðunni oloferla.com. sara@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Myndir eftir mig hafa áður birst í erlendum bókum og tímaritum og ég geri ráð fyrir því að bókaútgáfan hafi fundið mig annað hvort í gegnum það eða heimasíðuna mína," segir grafíski hönnuðurinn Ólöf Erla Einarsdóttir, sem mun hanna kápur þriggja bóka í bókaflokknum Creature Court. Bækurnar verða gefnar út bæði í Bandaríkjunum og í Ástralíu. Ólöf Erla viðurkennir að henni hafi þótt tilboðið spennandi og því ákvað hún að slá til. Fyrsta bókin í bókaflokknum kom út í febrúar síðastliðnum og kemur önnur bókin út nú í haust, en útvarpskonan Margrét Erla Maack mun prýða forsíðu hennar. „Þegar þau lýstu næstu bók fyrir mér, innihaldi hennar og persónum þá sá ég strax Margréti Erlu fyrir mér. Ég spurði hana hvort hún væri til í að sitja fyrir og henni fannst það ekkert mál," útskýrir Ólöf Erla, en báðar starfa þær hjá Ríkisútvarpinu. Ólöf Erla myndar viðföng sín sjálf og vinnur ljósmyndina því næst í Photoshop og verður lokaútkoman oftar en ekki ævintýralega falleg. „Ég er ekki mikið menntuð í ljósmyndun en ég get galdrað ýmislegt með Photoshop og á til dæmis eftir að gera allan kjólinn hennar Margrétar Erlu í því forriti. Ég mun bæta í hann efni, litum og gera hann íburðameiri en hann hefði annars verið." Þetta ku ekki vera í fyrsta sinn sem þær stöllur vinna saman því Margrét Erla hefur áður setið fyrir á myndum Ólafar. Sjá má eina þeirra hér. Aðspurð segist Margrét Erla mjög spennt fyrir verkefninu og hyggst hún panta sér eintak af bókinni þegar hún kemur út. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg tilhugsun, sérstaklega af því að ég á vini í Ástralíu og hlakka mikið til að geta sagt þeim frá þessu. Ég mun svo að sjálfsögðu panta mér eitt eintak líka og geyma það fyrir barnbörnin, enda skemmtileg saga að segja," segir útvarpskonan kampakát. Hægt er að skoða verk Ólafar Erlu á síðunni oloferla.com. sara@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira