Eitur mælist í mjólk vegna sorpbrennslu 28. desember 2010 06:00 Reykmengun frá Funa Á sumrin hefur fjörðurinn ítrekað fyllst af illþefjandi reyk.mynd/Halldór Sveinbjörnsson Mengun frá sorpbrennslustöðinni Funa á Ísafirði varð til þess að mjólk frá lögbýli í nágrenni stöðvarinnar var innkölluð og framleiðsla stöðvuð að kröfu Matvælastofnunar (MAST). Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ákveðið að sorpbrennslu í stöðinni verði hætt en mengaðan reyk hefur lagt frá sorpbrennslunni árum saman. Fyrir rúmri viku greindust þrávirk aðskotaefni yfir leyfilegum mörkum í mjólkursýni frá bæ í Engidal í Skutulsfirði, sem er í næsta nágrenni við sorpbrennslustöðina Funa. Af öryggisástæðum var vinnsla mjólkur á bænum og dreifing afurða sem rekja mátti þangað stöðvuð. Mjólkin frá bænum nemur þremur prósentum hjá MS á Ísafirði og því talið nær útilokað að efnin hafi verið yfir leyfilegum mörkum í framleiðsluvörum stöðvarinnar sem allar eru seldar vestra. Aðskotaefni í mjólk eru talin einskorðast við þennan eina bæ. Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendamála hjá MAST, segir að framleiðsla mjólkur á bænum geti ekki hafist að nýju fyrr en líða tekur á janúar, eða þegar niðurstöður sýnatöku berast að utan. Efnin sem mældust í mjólkinni voru meðal annars díoxín sem myndast við bruna. „Það er þekkt að ef bruni við sorpbrennslu er ekki við nægilega hátt hitastig myndast þessi efni. Væntanlega er þetta loftborin mengun. Hún gæti hafa farið í drykkjarvatn en líklegra er að hún hafi borist í fóður,“ segir Sigurður. Sorpbrennslustöðin hefur lengi verið til óþurftar og í bréfi Vernharðs Jósefssonar, stöðvarstjóra Funa, til bæjaryfirvalda sumarið 2009 kemur fram að þá hafi mælitæki verið úr sér gengin, engu nauðsynlegu viðhaldi hafi verið sinnt og vinnuaðstæður orðnar starfsmönnum hættulegar. Í sumar sendi Umhverfisstofnun Ísafjarðarbæ áminningu vegna starfsemi sorpbrennslustöðvarinnar. Þá sýndu mælingar að í reyknum voru efni hátt yfir viðmiðunarmörkum. Sínk mældist rúmlega 24 sinnum meira en starfsleyfi stöðvarinnar heimilaði, díoxín sextán sinnum meira og þungmálmar fimmfalt meiri. Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa haft sorpmál til skoðunar á árinu. Flutningur sorps og förgun var boðinn út í haust og viðræður við lægstbjóðanda standa yfir. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Mengun frá sorpbrennslustöðinni Funa á Ísafirði varð til þess að mjólk frá lögbýli í nágrenni stöðvarinnar var innkölluð og framleiðsla stöðvuð að kröfu Matvælastofnunar (MAST). Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ákveðið að sorpbrennslu í stöðinni verði hætt en mengaðan reyk hefur lagt frá sorpbrennslunni árum saman. Fyrir rúmri viku greindust þrávirk aðskotaefni yfir leyfilegum mörkum í mjólkursýni frá bæ í Engidal í Skutulsfirði, sem er í næsta nágrenni við sorpbrennslustöðina Funa. Af öryggisástæðum var vinnsla mjólkur á bænum og dreifing afurða sem rekja mátti þangað stöðvuð. Mjólkin frá bænum nemur þremur prósentum hjá MS á Ísafirði og því talið nær útilokað að efnin hafi verið yfir leyfilegum mörkum í framleiðsluvörum stöðvarinnar sem allar eru seldar vestra. Aðskotaefni í mjólk eru talin einskorðast við þennan eina bæ. Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendamála hjá MAST, segir að framleiðsla mjólkur á bænum geti ekki hafist að nýju fyrr en líða tekur á janúar, eða þegar niðurstöður sýnatöku berast að utan. Efnin sem mældust í mjólkinni voru meðal annars díoxín sem myndast við bruna. „Það er þekkt að ef bruni við sorpbrennslu er ekki við nægilega hátt hitastig myndast þessi efni. Væntanlega er þetta loftborin mengun. Hún gæti hafa farið í drykkjarvatn en líklegra er að hún hafi borist í fóður,“ segir Sigurður. Sorpbrennslustöðin hefur lengi verið til óþurftar og í bréfi Vernharðs Jósefssonar, stöðvarstjóra Funa, til bæjaryfirvalda sumarið 2009 kemur fram að þá hafi mælitæki verið úr sér gengin, engu nauðsynlegu viðhaldi hafi verið sinnt og vinnuaðstæður orðnar starfsmönnum hættulegar. Í sumar sendi Umhverfisstofnun Ísafjarðarbæ áminningu vegna starfsemi sorpbrennslustöðvarinnar. Þá sýndu mælingar að í reyknum voru efni hátt yfir viðmiðunarmörkum. Sínk mældist rúmlega 24 sinnum meira en starfsleyfi stöðvarinnar heimilaði, díoxín sextán sinnum meira og þungmálmar fimmfalt meiri. Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa haft sorpmál til skoðunar á árinu. Flutningur sorps og förgun var boðinn út í haust og viðræður við lægstbjóðanda standa yfir. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira