Mark Zuckerberg, stofnandi Fésbókarinnar, segist ætla að breyta öryggisstillingum á vefsíðunni. Tilgangurinn er að bregðast við gagnrýni frá notendum. Zuckerberg viðurkennir að öryggisstillingarnar séu orðnar of flóknar. Nauðsynlegt sé að einfalda þær. Hann sagðist, í samtali við fréttastofu BBC, vilja að fólk deili upplýsingum eftir eigin hentugleika. Það eigi ekki að vera í hans valdi að ákveða hversu opinberar eða lokaðar persónuupplýsingar notenda eru.
Ætlar að breyta öryggisstillingum á Fésbókinni
